Vinkonan ...

... konan situr og fitjar uppá silkiþráð himnaríkis.  Það eru annir í sálu hennar sem framkalla depurð.  Svo mikla að hjartað verður holt að innan og dýpi þess óendanlegt.

Hvað getur orsakað svona líðan sem á ekki heima í þessu lífi né öðru.  Söknuður og þess kærleika er lék um ljósa lokka litlu hnátunnar er valhoppaði sæl í sinni eftir gangstéttinni.  Tók upp völu og hoppaði í París.

Ég á vinkonu sem ég sakna og hef ekki heyrt í lengi, fálma út í loftið eftir henni en lánast ekki að hitta hana nema á fallegri stjörnu í draumaheimi.  Stórbrotin skerðing að vera svona flókin og ófullkomin mannvera eins og kona er.  Það litla og einfalda verður að torfærustu braut sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.  Karmað tindrar og sendir frá sér fegurstu tóna er heltekur hverja frumu líkamans.  Lífið er vissulega fallegt þegar við getum notið kærleikans sem umvefur okkur af alúð. 

Líf sem óskrifað blað 

Það er eitthvað sem snertir hjartarætur þegar ástin svífur og fólk finnur það góða hvert í öðru. Finna hve auðmýktin gerir okkur fallegri og betri manneskjur.

Að finna hvernig nærveran umvefur hverja einustu taug í líkamanum og færir allar tilfinningarnar á réttu staðina. Hjartað, hugurinn og höndin í samvinnu þess að finna hamingjuna.

Að rata ólguleið í átt að því sem okkur öllum er ætlað við komuna. Við fáum farmiðann og höldum okkar leið í átt að sigrum og sorgum. Glitrandi fjörusteinar er slípast í fjöruborðinu, niðurinn sem valan ber með sér í vasa sérhvers manns.

Ég á fjörustein rétt eins og afi minn heitinn, hann ber leyndarmálin í lífið, í hugann og situr í hönd. Öll þau ósögðu orð, ógerðu raunir sem okkur ber til.

Lífið læðist með okkur, allt frá upphafi. Heiðrar okkur með reynslunni, barningi við anda, þroska og sálina einu tindrandi fögru. Lífskeið ólík, þar sem útsýni er mismunandi en ávallt sveipað þústund gylltum litbrigðum. Í hverju litbrigði býr ilmur sem veit á gleði og gæfu.

Já lífið er ....

Perlur sem bragðast eins og franskt kampavín er skreyta fagran háls þinn, þessi háls er þinn og enn má sjá loftbólur líða á yfirborð, læða sér úr glasi og í himinngeim er varðveitir komu þína.

Það líf er ljómar að eilífu.  

Biðukolla 

Biðukolla, olía á hráan striga

Ég ætla að blása og óska mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig elsku ljúfa

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 07:15

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Falleg skrif hjá þér Zordís, .. ég er búin að klóna sjálfa mig og langar að biðja um bloggvináttu hjá Jóhönnu2.

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.10.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Thad er alltaf jafn gott ad lesa fallegu ordin thín. Takk fyrir ordin sem ad thú skildir eftir á sídunni minni, ég brosi enn.

Knús!

Sporðdrekinn, 26.10.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband