Tilhlökkun ...

... í nóttinni myndast óteljandi orð og koma sísvona eitt af öðru.  Orðin mótast á leyndum stað og svífa til jarðar með laufblöðum haustsins.  Já, tíminn líður áfram á sínum ógnarhraða.

Hamsterlady is back in town en hún mætti 14 september eftir undirbúning frá páskum.  Fyrir ykkur sem ekki þekkja þessa ævintýrakonu og þá aðallega viðurnefnið þá skal dreypt á því ...

Eitt sinn var stórfjöslkyldunni boðið í hádegisverð og þá komu allir, líka hamsturinn.  Konunni er ekkert sérstaklega vel við hamstra en ákvað að sína hugrekki og gaf hamstrinum rjóma og greyið varð svo gráðugur að þegar að litla tungan á honum var komin á fingurgóm minn þá beit loðni ræfillinn í mig og ég kipptist við.

Þið sem þekkjið söguþráð Spiderman getið væntanlega ýmindað ykkur það sem á eftir gerðist.

En svona til að gera langa sögu stutta þá breytist "moi" í hamsterlady á ferðalögum og í íþróttasalnum.  Vinkona mín sem býr í sjálfinu og hvetur íþróttaálfinn áfram.  5x í viku markviss og hevvý hreyfing er vel þess virði.  Ekki skemmir að nú er þetta orðin tilhlökkun fremur en erfiði.  Tíminn í kvöld var hevvý en kennarinn var frábær og leiddi okkur í gegn um tímann.  Spinning er æði með góðum lyftingum.

Svo er bara að kunna sér hóf í þessu eins og öðru, vildi að ég væri megnug um þetta hóf, hehehe.

Nóg um það ....

Úti hjúfrar myrkrið sig að eldhúsglugganum mínum og klukkan er rúmlega eitthundrað, einn og einn geyspi kemur ekki í veg fyrir áframhaldandi vöku því orkan eftir kvöldrækt er mikil. 

Vissuð þið að leðurblökur hafa augu og geta séð ...  jebb það er lygasaga að þær væru augnlausar.

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband