27.10.2009 | 13:15
Krummi krunkar úti ...
... kallar á nafna sinn.
Af öllum þeim fuglum sem til eru í þessar glimmer veröld þá þykir mér Hrafninn alltaf hvað áhugaverðastur. Fyrsta hrafnamyndin sem ég mála var fremur drungaleg og maðurinn minn bað mig í guðanna bænum að taka þessa ómynd niður af stofuveggnum.
Nafnlaus, Olía á striga
Svo hélt ég bara áfram að krummast og fólk skildi ekki þessa áráttu mína en það er bara eitthvað svo tignarlegt við Krumma kallinn sem ég tengi langt aftur í líf þar sem jarðvegur var rakur og gnægð matar óx úr jörðu.
Þegar ég bjó í nafla alheimsins, Ðe Citý (lesist Þorlákshöfn) þá komu Hrafnarnir ávallt og stöldruðu við í hrauninu en húsið mitt var síðasta húsið í höfninni og þar réðu Krummarnir ríkjum.
Fjallmyndarleg, vatnslitamynd í einkaeigu
Vinir að eilífu, olía á striga
Mynd sem ég sendi í keppni til Ástralíu og vann (NOT) thi hi hi
Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
Komdu nú og kroppaðu með mér
Krummi kallinn minn ............
Árið 2006 langaði mig að prófa að mála á spænskar keramik þakflísar/skífur og koma þær alveg ljómandi vel út.
Innrömmun Sigurjóns í bláu húsunum við Fákafen selur þar valdar einingar og hvet ég ykkur til að kíkja þar við ef áhugi er fyrir hendi eða hafa bara beint samband.
Ætla að setja hér inn nokkrar Krumma myndir fyrir eina mæta konu. Þau hjónin eru Krummavinir rétt eins og ég
Krummagælur, keramik þakflís 40 x 20
Krummagælur II, þakflís rustico 40 x 20
Krummagælur I, þakflís rustico 40 x 20
Krummagælur III, keramik þakflís 40 x 20
Rómó, keramik þakflís 40 x 20
Kona og Krummi, þakflís rustico 40 x 20
Í einkaeigu
Svo dreg ég fram spiladósina sem Lísa gaf mér og hlusta á lagið enn eina ferðina um hann Krumma kallinn sem krúnkar úti og kallar á nafna sinn. Hver veit nema að ég heyri í honum og geti laumað að honum bita þegar harðnar í ári. Hver veit hvert Krummasögurnar leiða okkur.
Krunk í daginn þinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Krunk, krunk.
Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:52
Það er eitthvað við krumma.......
Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 21:03
Æðislegt, ég var einmitt að spjalla við krumma í dag, hann var hér upp á þaki og lét heyra í sér af og til, ég svaraði honum, og þá svaraði hann til baka. Skemmtilegur fugl. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:07
Krummi stendur fyrir sínu .....með þinni hjálp. Frábærar flísar.
Ég er alltaf svo hrifinn af flísunum þínum..... þær eru meiriháttar.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.10.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.