4.1.2007 | 15:53
Hún á afmæli í dag ...
Viðurkenni að myndskilyrði eru ekki góð ..... En hér er frúin að fagna 38 ára afmæli sínu, hvorki fleirri né færri. Það kom að því að þessum merka aldri væri náð og nú styttist heldur betur í 39 ára veisluhöldin.
Sem ung stúlka vafðist það ekki fyrir mér að stórafmæli ætti að halda fyrir heilann tug til að geta skvett almennilega úr klaufum. Svo þegar maður eldist sér maður að það er algjör vitleysa og á að halda upp á öll afmælin sín vegna þess að maður veit aldrei hvenær það síðasta skellur á og hvort það verði tækifæri á fleirum.
Enn ein fjöðurin í hattinn.
Að degi og nóttu þá leikur Zordis sér heima og heiman.
Ég spái góðu ári. Ilmur appelsínunnar munn vaka og nýjir og skemmtilegir hlutir gerast! Ég áminni vinkonu mína á (mig sjálfa) að hafa þolgæði og gleði í hjartanu. Hlutirnir koma og fara og það sem situr eftir ætti að heita meiri ást og umhyggja til heimsins.
Sæl og Sigurviss Oooooog 38 ára segi ég takk fyrir að vera til.
ath. set inn stílfærða útgáfu af myndinni, "ég er 38 í dag" síðar!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
til hamingju gamla
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 22:21
Til hamingju með daginn.
Óttarr Makuch, 4.1.2007 kl. 22:38
Til hamingju aftur og aftur sætust!!!
Elín Björk, 4.1.2007 kl. 23:54
Ég er sko alveg sammála þér með að sletta og skvetta eða bara eitthvað skemmtilegt á hverju afmæli.þettta er jú dagurinn manns
knús á þig.
Solla Guðjóns, 5.1.2007 kl. 08:43
Til hamingju með afmælið.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.1.2007 kl. 09:58
Til hamingju með afmælið skvís
38 ég er viss um að það ár verður gleði og farsæld
afmælisknús á þig
Vatnsberi Margrét, 5.1.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.