Kær leikur ...

Átökin eru ljúf þegar nóttin víkur fyrir degi.  Nóttin hefur fengið að kúra í myrkrinu rétt eins og kona sem áði á næturstjörnu í leit að draumum og fyrirheitum í nýjum dag.

Dagarnir tifa áfram hver af öðrum, stútfullir af spennandi stundum er móta vikurnar í lífi okkar.  Í dag er árla morguns á þriðjudegi, heimasætan fær sér morgunmat áður en haldið skal í skólann, Haddan mín svo dugleg þessi elska.  Eldhúsið mitt ilmar af olíulitum og terpentinu, lykt sem ekki allir þykja góð en þessi ilmur gælir við ljúfar minningar sem veita sálinni ró.

Þegar við opnum augum þá verða litirnir dýpri og skærari, þeir smita út frá sér og endurspeglast þúsundfalgt í fallegri birtunni ....  Ég ætla að hafa augun opin í dag og hafa þau með mér.  Stundum er allt til alls en við gleymum að nota skynfærin okkar í réttum tilgangi.  Rétt eins og þegar við leggjum til hlustir þá heyrum við óminn og skilaboðin á mætan hátt.

Í bláa bollanum mínum er nýmalað kaffi sem kona dreypir á með morgunfréttunum.  Ekki ein frétt um eitthvað fallegt eða fjörugt.  Ekkert nema NEI kvætt stöff.  Best að slökkva á fréttunum og finna til penslana og nota tímann sem þýtur hjá, grípa stundina og gera hana að töfrandi minningu.

Kær leikur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kær leikur keramikþakflís 40 x 20

Í leik kærleikans ætlar "kvenndið" að takast á við daginn  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þegar þú skrifar orðið kær leikur í tveim orðum, verður það einhvernvegin miklu dýpra.  takk ok knús

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 13:32

2 Smámynd: Ein-stök

Svona á lífið að vera.. meira eins og hugleiðsla heldur en endalaust kapp við klukkuna eða samansafn af verkum sem ÞARF að gera. Dásamlegt  

Sammála þér með að sleppa bara fréttunum.. þetta er agalegur harmasöngur flesta daga

Eigðu ljúfan dag í kærum leik

Ein-stök, 4.11.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Leikur sá er mér kær!

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.11.2009 kl. 23:17

4 identicon

Knús í daginn fallega hugsandi (skrifandi) kona

Rósa (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 6.11.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 9.11.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband