Hringrás ...

...  Þegar öll orð hafa verið sögð og þeim raðað saman á þúsund vegu þá hefst hringrásin enn á ný.  Elífðar hringrás þar sem öll litbrigði raðast saman í fallegasta myndverk hugans.  

Púzzlið er á víð og dreif og lítil brot þurfa að ná að renna í eitt svo að útkoman verði fullkomin, stundum töfrum við samrunan í einu hviss bang og stundum gengur hvorki né rekur.  Hinkr staða gefur okkur tíma til að hugsa, velja og hafna.

Nú er það ljóst svo ljóslifandi að næstu skref, næsta púzzl og næstu stundir kalla á gleðina, kærleikann og það sem lífið hefur að bjóða.  

Í gerjun, olía á striga 30 x 30 

Hrafntinna, olía á striga 30 x 30 

Í gerjun, olía á striga 30 x 30
Hrafnkatla, olía á striga 30 x 30 
 
Það gnauðar í vindinum og sjaldan eins gott að sitja inni og bara láta fara vel um sig.  Við sjáum til hvað svona slökun endist, gæti alveg endalaust fundið mér dundur ....
 
Ég ætla að fljóta með vindinum um stund og læt svo annað ráðast.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Knús á þig mín kæra flottar myndir :))

Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.11.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús :o)

Sporðdrekinn, 18.11.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband