5.1.2007 | 21:31
Los Reyes í hátíðarskapi ....
Engum öðrum en Vitringunum þrem var ekið um bæjarstæðið okkar. Aðstoðarmenn þeirra þeyttu brjóstsykri (væri alveg til í perubrjóst núna) og þorpsbúar fylgdust með og lítlar hendur sem stórar og langar voru í útréttri stöðu með von um að grípa mola. Við fjölskyldan gripum einn rauðann lítinn mola sem var settur í vasann á rauðri flíspeysu. Erum öll frekar lá í loftinu ...

Los Reyes sem er í raun í beinni þýðingu á hinu fagra máli íslendinga eru konungar! Hvort sem konungar eru Vitringar er annað mál og bera þeir allir nafn og heita; Baltasar, Gaspar og Melchor. Falleg nöfn og könnumst við íslendingar við frægasta Baltastar Íslands hann B. Kormák. "Baltasar er í raun nefndur sem einn af vitringunum á Wikipedia" Gott mál.
Í nótt munu þessir heiðursfélagar sem við mæðginin hittum áðan, er struki hár sonar míns og hann varð mjög glaður og sagði; "mamma ég fæ örugglega hundinn" Cross my ég vona sko ekki! Vona að Kanarý fuglarnir verði einu gæludýrin á þessu heimili í náinni framtíð. Ég á eiginmann (jíha) og þarf ekki og get ekki haft umsjón með fleiru á heimilinu.
En talandi um gæludýr ....... ég rakst á grein um gælurottur #hrollur# í tímaritinu Birta sem borið var út í hús í Hafnarfirðinum sem og viss geisladiskur frá Alcan .... Gælurottur, Unnur nefnd umsjónarkona og starfsmaður Húsdýragarðsins var með gælurottuna í hárinu ... Hvernig líst ykkur á gælurottur á heimilið árið 2007?
Í háttinn snemma þar sem Konungarnir koma í nótt með glaðning fyrir börnin ...... Koma þeir með hund, hest og kengúru, fugl eða fílsunga? Nehhhh, ég held að það sé ekki gott að gefa gæludýr.
Gleðilegan Þrettánda
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
gleðilegan þrettánda
Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.