6.1.2007 | 10:42
Örvar, bogi og línuskautar ......
Var eitt af því sem konungarnir færðu börnum heimilisins. Hundurinn kom ekki né fílsunginn sem voru á tilfinningalista barnanna.
Börnin 6 og 11 ára biðu þolinmóð eftir að foreldrarnir vöknuðu til að taka upp þær gjafir sem kumpánarnir skildu eftir. Dóttir mín fékk örvar og boga, hún er sýnilega glöð yfir þessari skrítnu gjöf en það má giska á að faðir barnanna var í innsta hring með konunugunum. Sonur minn fékk línuskauta og hlífðarbúnað og áætla má að það hafi verið fylgst með honum að skauta á Íslandi við Ingólfstorg svo og í skautum móður sinnar n°40 frekar hættulegt!
Nú ættum við mæðgin að geta tekið einn hring saman eða tvo jafnvel.
Rólegur dagur í það minnsta eins og er en fallegur er hann ef marka má gluggasýninguna. Ég er búin að vökva sígaunblómin mín sem blómstra rauðum knúbbum. Þrátt fyrir að þessi planta blómstri öllu jöfnu ekki frá nóv til mars þá er mín í góðum litum.

Sígaunablómið eða Geraníum plantan "pelargonium pelatum" á uppruna sinn í suður Afríku af höfðanum og var kynnt inn í Evrópu á átjándu öld. Vaxtarskilyrði hennar eru góð og þarf að muna vökvun því þetta er þyrst planta á heita tímanum og að auki elskar hún birtuna. Gleðigjafi enda fagur vaxtarbroddur í þessum misfagra heimi.
Það tæki mig út næstu viku og þarnæstu að tala um öll blómin mín sem eru yndisleg og öll eru þau utandyra að fráskildum hamingju bambus sem fær að vera í fjölskylduhorni Feng Shue fræðarinnar sem er einnig mjög svo merkileg fræði.
Allt er vænt sem vel er grænt og vona ég að þið eigið öll frábæran dag á þessum bjarta þrettánda. Vissulega væri gaman að fara á Álfabrennu í þeim herklæðum er fylgja!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:46 | Facebook
Athugasemdir
Hefði ekkert á móti blómstrandi úti blómum í janúar. Skemmtilegur siður með vitringana. Knús frá landi frostrósa.
Vatnsberi Margrét, 6.1.2007 kl. 12:15
knús knús
Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 22:30
Hehe, já flottar gjafir frá kóngunum ;)
Vona þið hafið átt notó dag í dag :)
Knús til þín!!
Elín Björk, 7.1.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.