19.11.2009 | 12:06
Að eldast mishratt ...
... Svolítið gaman að þvi hvað við eldumst og yngjumst með hverjum deginum sem líður ...
Ég þekki mann sem er giftur Ömmu gömlu en hann er að sjálfsögðu Afi en gengur undir sínu prívat fæðingarnafni ( samt ógizzlega stolltur af heiðrinum). Þessi viðkomandi einstaklingur sendi mér póst og var að hafa áhyggjur að ég væri komin með nornaflensuna en svo er nú ekki. Ég sit við minn stóra pott og sýð froska og rækjur og sullumbulla seið til að spella heiminn eins og mín er von og vísa.
Engin svín sem hafa flogið yfir nýlega þrátt fyrir slappleika Fjallsins og dóttlunnar þá höfum við mæðgin komið sterkt út enda alltaf að sjóða froska og rækjur.
Tæpl. 90 hafa látist úr Svínaflensunni (á Spáni).
Ég fékk gest um daginn og dvaldi hann hjá okkur um hríð en hélt svo för sinni áfram með bakpokann sinn í leit að ævintýrum. Ég kalla fólk gott sem nennir svona ævintýramennsku! Kanski er ég eldri í ævintýraþránni og sit hér og svala mér á orðum sem hafa verið sögð milljón sinnum og í hvert skipti sem þau snúa uppá sig þá endurnýjast þau í nýrri hugsun með nýjum samferðamönnum.
Þrátt fyrir hestaheilsu þá verð ég nú að deila því með ykkur að ég fékk svaðalegt tak sem virðist dreifa sér um allan efri búkinn. Ég bít náttúrulega á jaxlinn og held mínu striki í ræktinni. Spinning tímarnir eru hrikalega góðir og mini me er eins og Sprite auglýsing, floooootttust. Kona minnkandi fer sem er virkilega hvetjandi. Litla prinsessan er að vakna, teigir arma sína og geyspar, "kanski ég leggi mig aðeins lengur hugsar hún í þyrnirósagarðinum" kem svo bara í veisluna þegar jolin nálgast! Betur má ef duga skal sagði Amma gamla við eiginmanninn en heyrst hefur að hann stundi nú sína rækt ....
Þessi færsla er tileinkuð Ömmu Gömlu og hennar fylgdarsveini ...
Svo er óþarfi að minnast á hvað jákvætt og drífandi hugarfar hefur á alla gjörninga dagsins, verum góð við hvort annað, gefum bros því með einu brosi getum við dimmu í dagsljós breytt ...
Halelúja.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Athugasemdir
Og svo amen eftir efninu.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 12:24
Enn og aftur fyllist ég kaerleika af ad lesa ordin thín. Ég aetla ad fara og deila honum.
Knús.
Sporðdrekinn, 21.11.2009 kl. 20:23
Knús á þig engillinn minn
Elín Björk, 22.11.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.