Lumbra ...

...  það er einhv. lumbra sem hefur drepið niður fæti í kotinu.  Sonur minn sagði í morgun að hann væri verulega lasinn og gæti alls ekki farið í skólann.  Átti svo bágt en hann var hitalaus með smá hósta, drengurinn fór í skólann thi hi hi ...

Dóttlan er líka með hósta og gamlinn minn er eins og versta tegund af varðhundi.  Ég vaknaði uppá klst. fresti í alla nótt og hélt þessi nótt ætlaði engan endi að taka.  Allt fram streymir og dagurinn kom fagnandi og golan sem fylgir honum hressir upp tilveruna.

Ég sit í þögninni og heyri í klukkunni er telur niður daginn sem er varla byrjaður.  Það er sitthvað sem kona þarf að gera og er því ekki til setunnar boðið lengur.  Hunangsteið gerir mér vonandi gott þegar ævintýrin ryðjast í sálina.

Frelsi 

Frelsi, pastel á pappír

Best að finna til frelsið sem er í handtöskunni og láta tímann gæla við ungu konuna í mér.  Kanski ég fara í sokka í dag, hver veit.

Eigið yndislegan dag öll sem eitt því nú styttist óðum til jólanna .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf sama blíðan hér  knús yfir hafið

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2009 kl. 14:58

2 identicon

Kæra Zordís. Finn ilminn af myndunum þínum sem spinna vef vellíðunar og andagiftar við ásýnd þeirra. Svo ljúft að kíkja inn aftur. Hafðu það sem best.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband