7.1.2007 | 22:31
Litla Nornin ...
Get svarið það kæru vinir að ég held að sumir sem deila líkama með mér séu að breytast í NORN. Ræð bara ekkert við þetta, get ekki náð stjórn á kvikyndinu sem reynir með öllu að ná landi.
Mér til mikillar skelfingar fann ég fyrir miklum óþægindum í nefinu mína huggulega og sæta. Ein krúttleg og rjóð dúlla er að ryðja sér rúms til að skoða heiminn. Var ekki einhver tröllasaga sem hét "Bóla" já, já, ekki gaman og hefur frúin beitt ýmsum brögðum til að kæfa fæðinguna. Við sjáum til á morgun hvernig þetta fer.

Vona að þetta verði ekki smitandi
Óskiljanlegt með öllu hvernig svona dásamleg manneskja eins og ég, geti verið jafn hundleiðinleg og núna. En, eigin pýning og fúl lyndi stýrir geðþætti sjálfsins og þegar staðan er svona á maður að draga sig í hlé. TAKA SÉR FRÍ !!! hljómar vel en það er ekki hægtþar sem sumir eru nýbúnir að vera í 2ja vikna fríi.
Þrátt fyrir erfitt sjálf þá áttum við kjarnafjölskyldan stórkostlegan dag hjá tengdó. Krakkarnir skautuðu, skutu úr loftbyssu í mark svo og úr boganum fína. Mér sýnist sonur minn vera bara þokkalega góður, spurning um að þjálfa drenginn upp.
Eru "bólufræ" svona erfið uppdráttar?
Jamm, ekki gott að segja af hverju hugurinn er svona leiðinlegur við mig eins og ég er að eðlisfari þægileg manneskja. Ég hvolfdi bolla áðan og það var bara bjart og þessi hugkvilli hlýtur að renna af mér í nótt.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt og kveðja
Ólafur fannberg, 8.1.2007 kl. 00:07
Vonandi ekki hlaupabóla. nOrNabóla fer bara á nornir svo hafðu ekki áhyggjur
Knúss
Solla Guðjóns, 8.1.2007 kl. 01:35
NEI! Bannað að kreista!
hehe ... komdu með mynd af þessari elsku þinni ...
Lisa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 05:31
og
vó, þessi kaka er sú allra girnilegasta sem ég hef augum litið
Lisa (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 05:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.