Kærleikurinn er .....

.... í heimsókn hér hjá mér.

Stundum, já bara stundum þá lifnar lífsloginn af miklum krafti, svo miklum að okkur sundlar.  Í minningunni sat hún með lítið kerti í glasi og horfði á logann sem dró hana inn í nýjan heim.  Henni var kalt og nuddaði saman tásunum sínum, dró sjalið yfir axlirnar og yljaði sér á minningu eldri tíma.  

Jólin voru að nálgast og enginn var eplailmurinn.  Engin epli til í kaupfélaginu.  Enginn peningur til í buddunni.  Í loganum sat hún í fallegum kjól, bróderaður úr dýrindis gulli með semelíusteinum, perlum og allskyns djásni.  Já, hún var falleg þar sem hún sat og horfði á sjálfa sig.  Undurfríð.

Með tímanum breytumst við jafn hratt og loginn nær jörðu, þegar kertið slokknar og glasið tæmist.  Lífið í nútímanum svo yndislega ljúft, hrátt og stundum grátt.  Og, allar rætast óskirnar og stúlkan fékk sínar óskir uppfylltar á sinn máta.  Stundum er henni kalt á tásunum og tekur sjalið jafnan fram við hátíðlega stund.  Jólin eru alveg að koma.

Í dag eru eplin í skálinni, keypt í Lidl.  Ilmurinn minnir á barnsleg jól, fallegan kjól og blíðan ömmufaðm.

Það er gott að staldra við, finna hvernig friðurinn í minningunni gerir heiminn fallegan.  

a013.jpg 

Svona geta minningarnar leitt okkur aftur í tímann ...... 

 Heart

Jólin er tilvalinn tími til að hugsa til þeirra sem minna mega sín og gefa örlítið af okkur til betri heima. 

Kærleikurinn er fallegasta vopnið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg

Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert draumur í dollu ekkert annað yndislega kona

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er dásamleg

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2009 kl. 06:26

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Hér ríkir ást og friður.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband