13.12.2009 | 11:19
Þetta var alveg óvart mamma .....
... Mamman stóð í stofunni og var að velja jóladisk og boltahljóðin ómuðu úr eldhúsinu. Svo gerðist eitthvað og drengurinn segir; þetta var ALVEG óvart mamma ....
Ég setti Bo Hall á fóninn og sá að kaffibollinn minn var á hvolfi og slettur á víð og dreif. Ég dreif mig og þurrkaði fyrst af fartölvunni og borðinu. Merkilegt hvað hálfur kaffibolli út um allt er drjúgur thi hi hi.
Nú er drengurinn farin til messu með föður sínum en móðirin situr á flónelnáttfötum og hyggur á blómaferð í sveitina. Mágkona mín og svili eiga afmæli í dag og ef blómin gleðja ekki þá er hart í ári hjá smáfuglunum.
Faðmlag, Olía á Striga
Í loftinu hangir ógurlegur angan af kaffi og terpentínu .... Lét það eftir mér að þrífa fairylagða pennslana og nuddaði þeim uppúr terpentínu. Það er alltaf stemming að finna þessa lykt sem veit á svo margt ljúft í minningunni.
Jólin eru enn í kössum á okkar heimili og það er í mínum hlutverkahring að taka af skarið og skreyta heimilið. Dóttlan er lazarus, búin að vera slöpp og er í prófum og drengurinn getur varla beðið e.að skóla ljúki. Hann spurði mig hvaða dagsetning væri og ég sagði honum 13ándi, þá heyrðist langt OOOOO hljóð "af hverju getur ekki verið 22 desember núna" hehehehe, já skólanum lýkur þann draumadag númer 22.
Ég fór í geðveikan Master Class á laugardaginn með einum hörðustu spinningkennurum og það var tekið á því í 80 mínútur og svo var slakað á og teygt á = 90 mín dásamlegt puð. Sturtan var yndi og svo var boðið uppá kokteil, spjall og skemmtilegheit. Nú er bara næsta skref að skella sér til Alicante og taka þjálfaprófið og fjárfesta í nokkrum hjólum og gera heimaæfingar.
Já, nú nálgast jólin eins og óð fluga með jólasveinahúfu. Verða þau okkur gleðileg eða verða þau geðveik eins og myndin hér til hliðar gefur til kynna.
Það er mikilvægt að leyfa ekki stressinu að bora sér inn heldur taka bara einn dag í einu og láta það eftir okkur að staldra við og þakka fyrir það sem við höfum. Það koma jól eftir þessi og önnur og önnur.
13ándi desember kom eins og kallaður, veðurbliðan er dásamleg og fjölskyldan á leið til ömmumús í Campo.
Það er kanski lag að fara úr náttfötunum og drífa sig í smá sunnudagsbíltur og redda blómunum ......
Lífið er svo sannarlega gott, betra, best ..............
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Athugasemdir
Ja.... ef blómin gleðja ekki - þá gerir þú það bara ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.