assem skalroz ....

....  Messa Þorláks, skötuilmur í loftinu á mímörgum heimilum en ekki hér!

Ég væri alveg til í að snæða skötu, vel kæsta bara fyrir þennan rammíslenska sið.  Óska þeim sem fengu sér skötu, Gleðilega Skötuhátíð því þetta er veisla sem vert er að halda á lofti svo ilmurinn hverfi aldrei úr vitum okkar.

Spánn hefur ekki þennan Þorláksmessusið enda er hún ekki haldin neitt spes frekar en aðrir dagar.  Á morgun þá er Jólaspinningið, mæting með jólasveinahúfur, það verður virkilega gaman að kíkja og taka vel á því.  Dóttlan segir að í pr. spinning tíma brennum við um 1000 kcal.  Það er örugglega ekki fjarri lagi því þetta er þvílíkur rassa og læratálgari, jebb, svínvirkar!

Á morgun höldum við í mat til tengdó sem er bara gott og gaman.  Á hlaðborði frúarinnar verður allskyns sjávarmeti, rækjur, krabbi, þurrkuð hrogn og annað þurrkað fiskmeti.  Allskona hnetur og gúmmelaði og "Consomé"  soð með kjötbollu út í.  Þetta er bara æðislegur jólamatur og er mig farið að hlakka til að vera í faðmi tengdafjölskyldunnar.  Gítararnir verða teknir með og jólalögin verða sungin um kvöldið.

Að morgni 25 þá vöknum við og jólagjöfin frá jólasveininum verður tekin upp og lesið á pakka frá Íslandi.  

Lífið er ljúft, líka á jólum.

Guð gefi þér og þínum Gleðileg jól. 

Geðveik Jól 1 

Og Geðveik Jól

... fyrir okkur hin ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðileg jól

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól Þórdís mín yndisleg   

Marta B Helgadóttir, 24.12.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband