25.12.2009 | 12:19
Gleðileg Krummajól elskurnar mínar ....
Þessi flís er til sýnis í Innrömmun Sigurjóns í Bláu húsunum í Fákafeni.
Jóladagur kom og spenningur barnanna sveif til himna eins og 17 júní blaðra. Við höldum jólin eins og spænska fjölskyldan enda eru börnin okkar og mágkonu á svipuðum aldri. Enginn skór í gluggann, aungvir 3 jólasveinar, enginn hamborgarahryggur né rauðkál og trumms.
Allir eru siðirnir sérstakir og sá spænski er ekki síður ljúfur og kann ég afskaplega vel við samveruna við jólin hér ytra. Aðfangadagur er meira partýdagur heldur en hátíðlegur dagur þar sem fæðingu frelsarans er fagnað. Flestir í gymminu ætluðu að borða eitthvað létt og fara á diskó. Bærinn er iðandi af mannlífi og verslanir opnar langt fram eftir. Fjölskyldan skundaði til tengdó og þar var ýmislegt girnilegt sem tengdamamma hafði útbúið. Rækjur og krabbaklær, þurrkuð hrogn og fleiri fisktegundir, hnetur, möndlur, heitir réttir og girnilegasta þistilhjarta salat .. Jummý jumm og svo var það soðið sem er mitt uppáhald. Jóladagur stendur hæðst í huga barnanna en þá eru gjafirnar teknar upp.
Nú er kominn tími að finna andlitið, fara í eitthvað þægilegt og skella sér til tengdó upp til fjalla. Tengdamamma er yndisleg kona og elskar að hafa börnin sín og barnabörnin hjá sér. Góður dagur framundan hjá okkur.
Vonandi áttu þú líka yndislegan jóladag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátíð til þín og þinna.
Rannveig Guðmundsdóttir, 25.12.2009 kl. 13:26
Gleðilega hátíð.
Það eru ekki siðirnir sem mestu máli skipta, heldur kærleikur og samvera þeirra sem okkur þykkir vænt um.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.12.2009 kl. 16:45
Síðbúin jólakveðja til þín og þinna mín elskuleg.
Marta B Helgadóttir, 29.12.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.