29.12.2009 | 18:56
Alveg að renna út ......
... Á hverju ári gerast merkilegir hlutir og í ár náði konan þeim merka áfanga að verða 4 og núll. Búin að lifa í 40 ár og lifa vel. Ekkert hungurkjaftæði, peningavolæði né neitt til að kvarta yfir.
Það hlýtur þá að teljast til notalegheita að vera ég? En, við skulum nú ekki missa okkur hérna því ég hef minn djöful að draga sem er óttarlega sætur, spikfeitur og laðandi. Hann situr á hægri öxlinni á mér og tekur verulega í þegar þannig blæs.
Á vinstri öxlinni situr dúnmjúkur engill sem peppar mig upp, blæs mér eld í hjarta og manar mig upp. Þessi engill er í raun enginn annar en ég í gegn um þau þúsund líf sem ég hef lifað sem segir þá sennilega meir um djöfulinn en mörg orð um fallega engilinn .....
Ég varð fertug, átti góðan dag með vinum frá Íslandi, Auði minni og Orra hennar og Spáni, Asen, Miguel, Antonita og Ismael, stjörnuljós og alles ... Í þessari andrá byrjaði líf mitt. Ég vaknaði harðgift konan með 2 börn. Spikfeit og hamingjusöm.
Dóttlan mín, hún Íris Hadda varð 14 ára þann 17jánda febrúar, sú fallegasta gjöf sem mér hefur verið gefin. Í Mars varð pabbi minn, lífsgjafin sjálfur sextugur og ég þakka honum ævinlega að hafa stigið í vænginn við mömmumúsina sem er árinu yngri og rúmlega það. Að elska foreldra sína er eitthvað sem við skyldum aldrei leyna og segja óspart! Ég elska ykkur fyrir lífsgjöfina, fyrir það eitt að vera til.
Í apríl þá tók ég á móti vinkonu minni, golfskvízunni Immu og við áttum góðar stundir. Ég lánaði henni eiginmanninn minn enda ekki hægt að kalla mig eigingjarna. Nóhó!
Og smá innskot þar sem apríll er ekki liðinn og Imma ekki farinn þá varð ég Stúdína frá fjölbraut í Garðabæ, elskaði lærdóminn, gekk vel og fékk m.a. annars verðlaun fyrir góðan námsárangur í spænsku, hó ho hó ....
Þegar Imma fór ákvað ég að drepa spikfeitu konuna sem hafði vafið mig lögum af ómældri ást og umfangi. Það þurfti aðeins að kaloríujafna kroppinn og hófst nú ferðalagið ..... Ég var svo heppin að eiga vinkonu, hana Maggý mína sem einnig stóð í miklum breytingum með líkama sinn og urðum við þjáningarsystur.
Svo ég geri nú langa sögu stutta þá eru rúml. 20 kg farin og konan stendur fatalaus .... Spinning á hverjum degi bætir líkama og sál. Það að gefa sér tíma og lyfta lóðum, vera innan um fólk sem elskar að rækta líkamann er bara yndislegt. Ég hef dúnmjúkan og undurfallegan engil á öxlinni og hendi smábitum í djöfulinn því lífið er jafnvægi og við megum aldrei gleyma því að jafnvægið er best.
Um leið og við drepum einn kvilla vaknar annar. Meðalvegurinn er bestur og ef ég get fetað hann þá eru margir sigrar er liggja í dal gleðinnar .......
Áður en árið rennur út á ég eftir að taka 2 góða tíma í spinning og 1 tíma í liðleika og mótun. Ég á eftir að segja börnunum mínum hvað þau eru mér mikilvæg og að lífið er svo dýrmætt í núinu. Það sem er liðið er farið og það sem kemur er óvænt gjöf ef guð lofar.
Bara svo enginn misskilji ást mína á börnum mínum þá varð Enrique minn 10 ára í júlí, litli ljónsunginn minn sem svo oft spyr hvort ég elski hann eða systur hans meira. Svarið er einfalt ... Ég er búin að elska Írisi Höddu í 14 ár og hann í 10 ár. Jafn mikið og jafn heitt enda bæði ávöxtur gleðinnar
Gleðilegt ár til ykkar elsku vinir mínir
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef elskað þig allt þetta ár og mun elska þig það næsta líka
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2009 kl. 22:25
Ávöxtur gleðinar...fallegt orð en þessi umræða er oft hér í fanginu hjá mér....hvern þykir þér vænst um....þetta eru allt demantar, gullmolar, safírar og hvað annað sem mér dettur í hug þá stundina..en ánægjumolar yfirleitt! Karlinn minn fær ósk sína uppfyllta núna á næstu dögum en hann á það sameiginlegt með þér að vera yfir sig hrifinn af Hrafninum og pantaði ég eitt stykki handa honum hjá góðum manni sem gjörir slíkt....en mér er illa við það en þessi stóri gullmoli minn á allar sínar óskir inni enn ....og ég reyni mitt besta. Ræktin og ég erum líka vinir þó það sé nú ekkki barátta við kg....frekar þetta andlega og þreklega....og það er svo gaman.
Hugsa til þín!
Inga María, 30.12.2009 kl. 23:47
Gleðilegt ár til þín og þinna Ég er einmitt með tvo svona á sínhvorri öxlinni sem togast á, ég er upprennandi svanakroppur og vonandi verð ég bráðum alveg fatalaus
Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.1.2010 kl. 23:43
Til hamingju með það að verða 40 á árinu og Gleðilegt árið sem koma skal. Það ber sig vonandi vel!
Svanakroppar verðum við eflaust allar orðnar næstu áramót!
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 07:51
Skemmtilegur pistill hjá þér Þórdís mín..... Við vitum báðar að þetta ár verður það besta ever...... Svo á morgun ertu ekki lengur 40......
Knús Barbara
Barbara Birgis (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 20:42
Til hamingju með daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2010 kl. 10:24
Hjartanlegar hamingjuóskir med alla tessa flottu tittla sem tér vard áunnid á árinu 2009.
Og yndislegu börnin tín og eiginmadur eru tinn styrkur.
Tú ert bara flottust vinkona og tad segji ég frá hjartanu
Stórt fadmlag til tín frá píunni í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2010 kl. 17:59
Gleðilegt ár aftur mín kæra... sæt af þér stúdínumyndin!
Knús í þitt hús
Elín Björk, 5.1.2010 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.