Í kvöldmat ....

Partý hugur
Hvad er betra en ljúft raudvín og ostar.  Já, nú er litli alkinn uppá bordi og heimtar eitthvad seidandi!  He he!
Í kvöld er ferdinni heitid á veitingastad med Mö og Pa og Ömm .... Vid aetlum ad snaeda á stad er nefnist Doña Isabel og er mjög svo gódur matur zar.  Vid áttum gódan dag, hele familien og allir ad dudda sér vid sitt.
Pabbi leikur sér í leiktaekjatölvu X-box í kappakstri
Sonurinn horfir á sjónvarpid
Dóttirin er í tölvunni
Og litla mamma búin ad mála eina englamynd
Nú svo setti ég á mig andlitsmaska til ad hressa adeins upp á húdtetrid. 
Forvitnadist í bloggheimum en zar er lítil framvinda.
best ad finna til magabeltid og gerfiaugnhárin svo madur líti zokkalega út.
Aldrei ad vita hvad naeturaevintýrin bjóda upp á!
Aldrei saelli
Aldrei fallegri
Aldrei skemmtilegri

Götugrill og Hátíd í bae .....

Makalaust hvad tíminn flýgur áfram og vid njótum hans á okkar veg.  Í baenum okkar San Miguel eru hátídarhöld er hófust í gaerkvöldi med götugrilli.

Sá undarlegi sidur baejarins er ad "skaffa" vegiar í veisluna, z.e. raudvín og bjór!  Fólk borgar ad auki heilar 10€ í púkk og húsmaedur og fedur versla inn kjötmeti, medlaeti og ýmiss saetindi.  Veislan heppnadist vel og allir gladir, dansandi á götunni og músíkin í botni! 

Vid yfirgáfum veisluna í fyrra fallinu zar sem Jr. var sofnadur í fanginu á okkur og heimasaetan farin ad hjúfra sig inn í mig.  Vid kvöddum og heyrdum óm af gledinni inn um svefnherbergisgluggann!

Adalhátídardagurinn er 29 sept en zad er heilagur mikaels dagurinn.  Baerinn er ekki ad liggja á centunum sínum og keyptir eru fraegir hljómlistarmenn og sem daemi á Sergio Dalma (fyrir zá sem hann zekkja) og Seguridad Social (madurinn hennar Nicolettu spilar í henni) og svo maetti lengi telja.  Ízróttavöllurinn er s.s. the place zessa daga!  Fólk er í léttum ham og allir gledjast saman á götum úti.  Börnin fá líka sitt zar sem lítid Tivoli er hér nedar í götunni ásamt ödru.

Hálfsmánadar veisluhöld í San Miguel de Salinas.  Nú er bara gaman ........


Hægri snú og hælsveifla.

Fékk fínustu heimsókn í gærkvöldi og átti frúin á bænum í heilmiklum vandræðum með að ákveða hvort hor eða skeinhöndin yrði baðað út.

Skemmtilegt kvöld þar sem yfirpjöllur náðu að hella í sig slatta af rauðvíni svo um munaði!  Jamm og namm.  Takk fyrir skemmtilegt kvöld Anna.  Við vorum svo fyndnar saman að makarnir okkar voru farnir að líta á okkur með sínum hornfögru augum!

Í dag er ég með KVÍÐA .............. Hvað er að ske með mig eiginlega.  Kvíði hefur alltaf verið tilfinning sem ég hef blásið á og fiðrildin hafa aldrei náð að suða í vömbinni minni.  Nú er engu líkara en að andahópur marseri inní mér og engin skýring finnst á þessu.

Þakka bara fyrir að vera ekki með glútenóþol eða kampavínsóþol ....  Nehhhh, það má nú ekki vera að segja svona hluti og ég tek það til baka þótt ég stroki það ekki út.  Kanski ég hugsi ró og frið.  Sjái fyrir mér hafið á yndisfögrum stillum degi.  Finni ilinn frá góðum félögum mínum.

Ætla að segja þessari rússibanatilfinningu upp, þetta er vont vont ekki neitt gott gott!

Snillingurinn kveður og ætlar að drepa nokkrar endur áður en dagur líður! 

Er búin að kaupa mér svona föt til að svitna í.  Hreystin uppmáluð og ætlaði að byrja í mínum fyrsta tennistíma í kvöld en Fjallið gleymdi að panta. Í kvöld verður sem sagt íþróttaiðkun með öðrum hætti! 

Have fun, fun, fun - We live today - Maybe not tomorrow!


Ég flýg yfir hafið .....

Hef skrítna tilfinningu, er KVÍÐIN ... Er að jafnaði aldrei kvíðin og það má segja að stútfullur magi af ólgandi "fiðrildum" sé hér undrun!  Kanski hrapar vélin, nehhhhhh .... má ekki hugsa sodna!

Ég er búin að pakka, búin að halda litla einkasýningu, búin að mála 9 myndir .... hef ekki gert annað fyrir utan 2 borgarferðir. 

Hef kyngt niður minni sál á striga, hnípin eftir aðstæðum.

Þá sem ég hef séð og hitt sendi ég knús og þá sem ég hef ekki séð né hitt sendi ég líka knús! 

Vona að vinir mínir skilji einveru með fjölskyldu og svo er bara að halda strikinu í rétta átt!

Sendi ykkur faðmlag.

   


Engar hendur, engar kökur!

Ljótt að segja þetta en mér féll til hugar þessi frasi þar sem ég get ekki tekið myndir af Sony vinkonu minni.  Er með 7 brakandi myndir sem bíða .........

Það er hressandi íslenska veðrið og ekkert því til fyrirstöðu að viðra sig örlítið.  Það er spurning hvort einhverjir séu á ferli til að hitta.  Ég á von á heimsókn eftir hádegisbil, fæ klippingu og litun, allavega klippingu.  Ekki veitir af að reyna að sjæna ofurkroppinn.  Það má nú segja!

Vona að allir séu ferskir og frískir á þessum drottinsdegi!  Ef einhver á usb tengi fyrir Sony dsc F828 þá er ég til í tuskið!

 Dýrið er laust og ungfrúin óð á helginni ..... 


Reykjavík City - Zorlákstáwn City - Kópavogur City

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur mæðgum í dag ( mín dóttir, moi and my mother).  Haldið var til höfuðborgarinnar til að ná í Í.H. en hún fór í heimsókn að hitta ömmu dúlluna sína sem er komin með nýja gerfi mjöðm, já, tæknin er stórkostleg. 

Dóttir mín er svo listræn og er að föndra gullfalleg armbönd, eyrnalokka og hálsmen!  Ég er stollt af henni .....  Hún er blómið í líf mínu,stórkostleg sköpun - frábær stelpa!

Svo á ég líka fagran dreng og blíðann mann en það er önnur færsla!
Ekki er laust við smá höfuðverk eftir bíltúr í geðveiku íslandsveðri.  Það besta sem komið getur fyrir íslandsvininn Zordísi er að fá smá slagara og við fukum næstum út af veginum við litlu kaffistofuna.  Það var gaman!
Stundum sakna á Íslands og þá einna helst veðursins og þeirra sem maður elskar.
Ég er bara að bíða eftir gestum á sýninguna sem ég held. 
Dgugnaður og Skapandi stemming.  Keypti meir að segja rauðvín fyrir gesti og gangandi.
Bless í bili .....

Ástareldur í hjarta!

Ísland í morgunmat.

Frúin er komin yfir hafið, heil og sæl!  Það var gott að koma og faðma fjölskylduna.

Í burtu með sorgina

Olía á Striga 20 x 20

Í burtu með sorgina er mynd gerð á árinu og á vel við þessa dagana.  Stundum á maður að finna gleðina til að ýta sorginni í burtu og þakka fyrir að eiga góða að.

Ég á góða vini

Ég á góða fjölskyldu

Ég á góð börn og góðann mann

Ég er líka pínu góð, held ég!

Við lifum í hjarta hvor annars og ég fylli kistu minninganna af því góða sem afi minn gaf mér.  Ég hef mætur á gleðinni og þakka fyrir kynni okkar.

Bless á meðan

 


Upphaf og endir ...

Endalaust upphaf!

Zad er víst sama hvert er litid, alls stadar er upphaf ... hversu djúpt - grunnt vid lítum, allsstadar erum vid á byrjunar reit.  Ný markmid, ný lífssýn, nýjir makar, nýjir starfsfélagar, nýjar myndir!

Búin ad setja inn nokkrar í Akrýl flokkin og er komin á upphafsreit med pensilinn ad nýju.

María gudsmódir situr á herdum mér og gott ad zurfa ekki ad blása litla og krúttlega djöfla af sér!  Gott ad kasta sér á skeljarnar og finna fyrir grasinu sem graer, finna fyrir moldinni og zví litla sem augad sjaldan glaedir!

Akryl á Striga 30 x 60

Minning um fadmlag og hlýju

Akrýl á Striga 30 x 60

Á morgun zá höldum vid hjónaskutlurnar í sitt hvora heimsálfuna. 

Hann fer til Brazil

Hún fer til Íslands

I Love Iceland, I like Brazil

Love and Like

Two things nice in life!

 


Hjarta mitt er fullt af sorg

Í dag er ég sorgmaedd.  Í dag lít ég björtum augum á hlutina en ég er samt sorgmaedd!

Bid sem tók enda, endir er bodar upphaf.

Ég hef ekkert ad segja!

Tómleiki

Ekkert

Ég sendi ykkur ást úr fleytifullu hjarta af sorg.


Módir mín kaer, hún er Meyja

***

Elsku mamma zú átt afmaeli í dag

Til hamingju med daginn

Í dag 29unda ágúst fyrir nokkrum árum kom hún og er enn vid.  Gledidagur zegar vid náum endum saman, náum ad halda árid allann hringinn!

Ef ég hringi núna í elskulega módur mína, VEK ég hana zar sem 2 klukkustundir eru í milli hjá okkur og heimsin höf og straumar skilja okkur ad. 

Módir er eitt af uppáhalds efni myndlistarmanna og hafa mörg verkin verid málud af zeim minna fraegu sem og okkur hinna. 

Laet fylgja med myndina Í módurfadmi

20 x 50 / Olía á striga

Elsku Mamma til hamingju med daginn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband