Með Blátt í glasi

Med blátt í glasi
Akrýl mynd 30 x 30
Með blátt í glasi

Með grænt í glasi ....

Akrýlmynd 30 x 30
Með grænt í glasi
ein af 6 myndum sem fæddust í dk ferðinni
Hope you like it

Vandfundnir eru snillingar sem ég

Ógeðslega mikil pæja.  Já, alveg rétt svo mikil pæja að nú má rússneska herlögreglan bara vara sig!

Dásamlegur dagur í gær og eftir strandferð, heilmikið sandrok og einn Pina Colada brugðum við okkur Sigrún og fjölsk og mín að borða á Honk Kong sem er þokkalegasti kínverskur staður í nálægð við La Zenia ströndina.

Tattú, nudd og sand ormur eða var það suðvestan 17 :)  Segi nú bara svona, sólin var farin að skína og við létum slag standa þegar rukka átti fyrir sólbekkina.  Heilar 7€ á stykkið!

Við borðuðum okkur södd og skildum svo við vini okkar og héldum til tengdó og þar voru sundtökin æfð og smá sól á kroppinn í sólbekkjum sem kostuðu ekkert !!!

Þegar heim kom var tekið til við að sýsla smá, lita ofan í heilastofninn (my hair .... og útkoman heldur betur eins ....)  Kanski að mín skelli sér bara í vændið og smelli hreimnum örlítið út í svona austantjalds og finni til gömlu snípapilsin.  Það hlítur að gefa á þar!

Nema að Akrýl myndirnar mínar gangi út!

Á eftir koma Dk myndirnar þ.e. þegar innsettningarsnillingurinn minn kemur.  Þær eru allar til sölu og allar upplýsingar því fylgjandi koma með myndunum!

 Og allir saman nú!


Allt svo hljótt ... allt svo gott ....

Allir svo ljúfir og góðir .....

Kvöldið í kvöld er eitt af þeim er þú situr og hugsar .... Dásamleg fjölskylda, dásamleg tengdamóðir (hún er súper) tala nú ekki um börnin og tja, karlinn ....

Nenni ekki að hrósa karlinum, þeim ekta ???? Vegna þess eins að þegar ég átti tal með henni ömmu minni á himnum og gaf mín honum Guðs spjallið þá urðum við ávallt ósátt! Þ.e. ég og sá ekta! Nú er amma á himnum og veit að öll heimsins góðorð í garð hans eru sannleikskorn, eru staðreynd sem segja meir en allt.

Í kvöld þá hef ég aldrei hugsað jafn fallega um garpinn minn og vona að öll kvöld framtíðarinnar verði jafn ástmild og það sem hjarta mitt er tilbúðið að gefa af sér .... Koma tímar og fara!

Byrjaði á mynd í kvöld ... litirnir hvítir og gulir. Meira síðar!

Ég var búin að finna rosalega fallega mynd á intervakanum en næ ekki að festa verkið inni hérna.  Gulur rosafalleg rós.  Nú veit ég að rósir eru sem kvensköp!  Næst stelpur  þegar þið fáið rósir!!!  Skoða krónunar sem skín í hjartanu!

 Já, ekki batnar hún, þessi dásamlega manneskja .............. hún eldist sem vænsti vökvi.

 


Ég stari inn fyrir tetrið og hvað sé ég ....

 Ég sé.....Rólegheit, slökun og væri til í kaldan nuddpott!

 Ég sé....Sjálfa mig skapa, sveifla pennslum og sigra sjálfa mig!

Ég sé....

Ég er....í hvítu pilsi, ber að ofan að drekka kaffi.  Mér er heitt! 

Ég er....á leið á brennheitann útimarkað með vænni konu er sótti mig heim frá því ilhýra!

Ég er....

Hver dagurinn og nóttin leiðast, bjóða daginn þegar hinn hverfur frá nóttinni.  Ég tek þátt í þessu ferli og fagna hverjum deginum og hverri nóttinni sem læðist inn.

Hver dagurinn er nýr leiðtogi, kennari er færir okkur gjafir.  Ég þigg gjafirnar og móttek fróðleik af gleði í hjarta.

Einn af þessum dögum sem ævintýrin bíða handan hornsins!  Nú þarf að hylja brjóstin ber, ná í annann bolla af nýmöluðu kaffi, undirbúa börnin á bænum og finna andlit frúarinnar.

Laugardagur til Lukku!

 


Ammlis stelpan Björkin ... Undir 49 árum og yfir 34 árum!

Segir allt er segja þarf!

Björkin á afmæli í dag.....hún er orðin gömul.....næstum því eins og ég en nær mér ALDREI!  Ég verð alltaf eldri og dreg aðrar raunir af mínu lífi en hún af sínu.

Gleðidagur að verða árinu eldri....óneitanlega hefur þetta ár verið henni merkilegt og hún gefið frá sér í senn gleði sem aðrar tilfinningar sem eru hennar eigin.

Það er gaman að gleðjast á góðum degi og það munum við gera.....eitthvað ljúft á grillið, ískallt pepsi eða coke og kampavín fyrir þá eldri!

Kanski mín stingi upp á sammálningarkvöldi.....mála samkvæmt þema....þegar aldurinn færist yfir gerast jafnan gleðilegir hlutir.

Elsku Björkin mín, ekki gráta gömlu árin, gleðstu því þú ert ávallt ung í anda!

Feliz en tu día ................  Hversu gömul er svo hetjan?  Það er spurning, ég er varla viss sjálf!


Ilur sálar

Fyrir framan ilinn

hann ljómar, geislar af gleði .... hugsar um framtíðina,

hver er hún

er ég með?

Fær ilurinn að fylgja mér

verð ég ein með sjálfri mér, verð ég geislandi og glöð?

Sviðskrekkur dugar víst ekki núna, frumsýningin, hamingjan og hvað,

hvað svo?

Hugsanir hverfa, hugsanir sem aldrei hafa tyllt sér niður!


The bjútí is bakk in táwn ...

Geggjað að vera loksins komin til baka.  Á einum vegvísinum í Frakklandi stóð "Það er æðislegt að komast í fríið en þúsundfalt betra að komast heill heim"  Heil og heil, það er góð spurning ?  Er ekkert sérlega heil enda búin að hafa þúsundir hugsana á þessari geysilöngu akstursleið með útúrdúrum vegna skógarelda er geisa því miður um Catalóníu við Barcelona (hroðalegt). 

Drottningunni var meinaður aðgangur að ríkisfangi sínu Spáni.  Allur akstur inn í landið frá Frakklandi var úr skorðum og við send til baka.  Hrikalegar biðraðir, marga km og við einn dropinn sem fyllti glasið.  Við ákváðum að taka skrið fram úr lestinni og fórum út af leið þar sem enginn beygði.

Hvert var förinni heitið ..................... Ó mæ dýr, við vorum komin í Pyrenea rúnt um þetta ferska og fallega svæði.  Sigurrós kortalesari hittir hér ömmu sína og við meikuðum það.  Hringakstur er endaði með innilokun í littlum bæ er nefnist Millas Frakklandsmegin fjallana.  Heilmikil bæjarhátíð var í öllum smábæjum Pyreneafjalla og "petit moi" fór og sjarmaði frönsku tröllin og okkur var hleypt út á löngu pussuni (Peugeout bílnum) okkar (svona hunda rokkandi bíll .... samt eigum engan hund) .... Hjúkks, við sluppum út því öllum bænum varð lokað vegna gleði bæjarbúa.

Áfram fjall lendið skriðum við upp í átt að toppnum og var hrikfenglegt að horfa niður, finna fyrir smæðinni og þakka fyrir að fá að kitla nokkrar englatær í leiðinni.  Engin táfýla þar!

Bruninn afvegaleiddi okkur sem marga aðra og við tókum á það ráð að fara fjallarúnt og enduðum í yndislegri uppáhalds Andorra.  Land sem allir verða að koma til ..... finna ferskt loftið, heyra lækjarniðinn og finna gestrisnina er í blóði rennur.  Við fundum hótel sem var með 4 (bara fjórar sagði heimasætan ... það er eins og hún hafi ekki fæðst inn í hversdagslega fjölskyldu enda alltaf marin á bossanum eins og mamma sín) ......................  Við fengum vænan og góðan kvöldverð og fórum sæl í háttinn enda átt að vakna snemma daginn eftir !!!!

Nefnilega SHOP TILL YOU DROP dagur.  Andorra er fríríki og hægt að gera góð kaup í mjög mörgu.  Okkur hjónum tókst að skrapa aðeins olnbogana og líður MJÖG vel eftir þessa sálarhreinsun.  Allir glaðir og við héldum heim á leið með skottið fullt af viðbótarmunaði.

Rosalega er mín þreytt eftir ferðina, kanski hvíld sé það besta eða einn strigi og smá útrás.

 


Ferðafélaginn danskur og þeldökkur .....

Það má segja að ferðafélaginn sem tekinn var með frá Den danske kærlighed sé ÞELDÖKKUR, HRAUSTUR OG KRÖFTUGUR!

Myndaður í sterkt form og bakaður í einhverja klukkutíma að sið danskra bakara, nefnilega danskt rúgbrauð sem gefur kjarnamengun í ristilskviðum.  Upps og úllala, þegar vísitölufamilian er búin að narta í kjarnafæði með leverpostæj í 2 sólarhringa er ekki hægt að ætlast til annars en að loftmengum fylgi með í pakkanum.

Mikill hlátur, snörp og ör öndun farþega með allar rúður niðurhalaðar!

Frakkar eru misyndislegir og við erum hér stödd í miðju þorpi einskis er heitir Chalon.  Leið liggur niður eftir landakortinu og mikil tilhlökkun að komast í höllina og lúlla í eigin rúmi á eigin baun og og og.

Á vegvísum hraðbrautanna stóð;  Það er gleðiáfangi að komast í frí en miklu meiri að komast heill heim!  Ég tek sko ho í það vegna þess að hraðbrautarakstur er í senn hættulegur og leiðinlegur.  Hins vegar horfi ég upp til fjalla, á græna fleti og sé fyrir mér allskyns fígurur sem mynda næstu verk mín.

Lísa skvísa ég rataði rétta leið í verslun Greina systra og verslaði heilmikið, þar á meðal bleikan hjartalaga prumpublöðru sem við reyndar höfum ekki þurft að nota þar sem sá innri bleiki hefur verið mjög virkur.  hehehe .....  Allt miklu ódýrara og land draumanna er með allt á því líku tilboðsverði að ég svei mér þá veit ekki lengur hvað eru góð kaup og ekki.

Tæplega 6 akrýlmyndir eru nú vandlega innpakkaðar og bíða eftir sýn alheims á veraldarvefnum.  Ég þarf að ferðast oftar því andinn virðist vera fast með mér á ferðalögum.

Hlakka til heimkomu og er sátt við ferðalagið enn sem komið er.

Vona að ristilkrampi familíunnar verði slakur á morgun svo djúpöndun geti átt sér stað.  Thi hi hi ........

 


Danmark er saa dejlig

Dasamleg Danmark!

Hofum haft zad notalegt i dk, i fadmi fjolskyldu og vedrir super.

3ja myndin i faedingu og Grenes ferd i siglingu.  Erum rett vid Herning og nu skal tjuttad. 

Eyrnarbolgan er nu fortidar draugur og dullunni lidur vel.  Sonur minn saell hamingjusamur med Emil fraenda og vid hin gomlu satt og sigurviss.

 Er dk nyja landid?

Kyss og kram til alle!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband