28.7.2006 | 10:22
Upp, upp eftir landakortinu ...
Ferdin hefur gengid vel hja okkur ad undanskildir heiftarlegri eyrnarbolgu sem dottirin fekk. Vid erum zvi buin ad vera ad fara a milli sjukrahusi i Koln i nott og zykir furdu saeta hja okkur krutthjonunum hvernig a moti okkur var tekid. Folk er ad kvarta yfir sjukrazjonustu a Spani en zessir hinir somu hafa ekki taernar zar sem minir hrjufu haelar snerta jordina.
Okkur var visad fra a fyrsta spitalanum zvi enginn barnalaeknir var a stadnum og i Koln er born, born til 18 ara aldurs :) Gott mal!
A naesta spitala lentum vid i algjoru volundarhusi zar sem fair voru til sagna og spennumyndin PAPER Cup kom beint i hugann!
Vid skradum okkur inn, gafum upp allar upplysingar til ad geta fengid reikning sendann i post og svo byrjadi ballid !!!!!
Vid vorum send ut ur fyrstu almu og stodum alein i myrkrinu, zad voru byggingarframkvaemdir og vid gengu oupplysta stiga fram og til baka. Zolinmaedin var ad fara fra mer og vid snerum vid . UPPPS.... I ofanalag, vorum vid laest uti! Zurftum ad finna nyjan inngang til ad fa leidsogn. Zegar vid loks komum a stadinn za bzrjad leitin ad laeknum. Zad var enginn i husinu. Vid upp a loft fotgangandi, kemur ser vel ad vera mellufaer! Nidur aftur og pirrr pirrr og gratandi barn med eyrnaverk! LOKSINS, loksins hittum vid hjukrunarkonu daudans! Hrikalega omurlega leidinleg og leiddi okkur inn i herbergi sem var i senn heitt og rakt. Zad byrjadi ad hellirigna og vid vorum oll ad sofna ofan i bringuna a okkur klukkan var ad nalgast 03 og dullan ekki sael.
Dr. Happy let loksins sja sig og var bara zokkalegur midad vid astand og let okkur hafa syklalyf. Syking a vaegu stigi sem getur verid mjog sarsaukafull.
Dullan er litlu skarri, faer verkjastillandi og bidum vid eftir ad bolgan hjadni en hun er einsog med hettusott, zrutin og aum og eyrad hatt i lokad!
Eftir ad Dr.Happy kvaddi okkur vorum vid ekki i godum malum zvi Noi var ad undirbua batinn sinn a lodinni og vid frekar lettklaedd. Zad rigndi helviti og nu voru god rad dyr. Vid hofdum kynnst finum Taxi driver sem sagdist myndi koma. Vid fundum slatta af svortum ruslapokum og vorum oll komin i pokana, ut i helvettans rigninguna ad leita ad Zyska taxidrivernum, sem kom en za vorum vid buin ad hlaupa i myrku sundi, stiga i nokkra medalstora polla og hlogum fra okkur vitid.
Heim a hotel komum vid blaut og zreytt og logdumst til svefns.
I Koln sem er 2 staersta borg Zyskalands er sukkuladi safn sem vid erum ad spa i ad skoda. Zad eru fornar byggngar og rik saga. Taxadriverinn var ekki bara bilstjori heldur hinn zokkalegi leidsogumadur.
Vid holdum svo a leid til Dejlige Danmark ................
23.7.2006 | 07:59
Kossar og Krossar ...
Nývöknuð að rifja upp minningar draumaheima. Konan er slétt geggjuð enda af mannlegum verum komin.
Kossar og Krossar og Vestmannaeyjar þræddu sig inn í draumaheima, sem og Dallurinn og flugvélar. Var hálf þreytt, ætlaði að muna helling í svefnrofanum en það er sem fyrr að draumar eru og verða draumar. Við vöknum í lífið sem er raunverulegt og þar verður tekið á því.
Það góða við lifanda líf er að það er breytilegt og maður tekur því sem kemur eins og hverju öðru hundsbiti. Vont en venst!
Við héldum upp á 6 ára afmæli sonarins í gær þrátt fyrir að hann verði ekki sex fyrr en 26.júlí ... þann mæta dag munum við leggja upp í ferðalag og keyra upp eftir landakortinu og eigum samfund í Danmörku. Leiðin hefur enn ekki verið ákveðin en ýmsar hugmyndir hafa verið lagðar niður og vissulega gaman að breyta um leið þar sem þetta er ekki alveg í fyrsta skipti er stefnt er frá Allicante í att að Norup.
En afmælið var skemmtilegt fyrir drenginn og bauð hann bræðrunum þrem hér í bæ og undu þeir sér við leik á ofur fjarstýrðu mótorhjóli er hinir sömu færðu honum í tilefni dagsins. Einverjar myndir voru teknar af viðburði og birtast þær síðar.
Þokkalegur varmi er í loftinu og má segja að leti hvíli í kroppnum .... kanski mín fái sér bara annan kaffi og rúlli upp deginum. Spurning með Strandferð, Letidag hjá tengdó og sundferð, tiltekt heima (þarf að taka húsið í gegn þar sem ég skerpti klærnar og keypti mér enn ein sumarhúsgögnin) Elskulegur eiginmaður var bara hissa á undrinu sínu (moi) ................... Oj oj oj Það er bara eitt í þessu að þar sem sólþak er yfir öllu húsinu langar mig að vera með borð og stóla, meir að segja keypti ég svona rólu (æj, svona eins og er á veröndum í öllum amerískum bíómyndum) Svo þarf að koma sólbekknum upp og þá er þetta gott. Kaupa kanski einn lítinn ísskáp fyrir kælt vatn og svollll. Já lífið er það sem við gerum út því .... Gott eða slæmt það eru alltaf góðar leiðir í nánd.
Ég las frábæra setningu í gærmorgun og tel ég að þessi setning hafi ratað til mín. já, ég tel svo vera þar sem að ég upplifði ákveðinn hlut í því ljósi. Annars ef ég skoða málið vandlega þá er ekkert atriði svo stórt að það geti fengið titilinn vandamál. Trúi ekki á þau. jæja mín kæru, gullsetningin stendur svo rituð hér að neðan. Góðan Sunnudag og yndislegar stundir.
Í HVERJU VANDAMÁLI FELST DULBÚIÐ TÆKIFÆRI
22.7.2006 | 08:11
Að hafa á tilfinningu ?
Þegar haft er á tilfinningu eru það ógerðir atburðir sem ekki hægt er að staðfesta.
Ég lenti einum slíkum í gær!
að láta reyna á tilfinninguna er reyndi á hugann. Hugurinn sem er öflugasta verkfærið var á reiki og í raun er ég ekki ósátt við þessa tilfinningasetu og tek þessu eins og konu sæmir.
Við er mennsk erum megum telja okkar skrítnar kýr og skondið hvað alltaf eru skýringar á öllu okkur sjálfum til hags. Bara gaman að verða vitni að sumu þótt það komi bagalega við þau áform er gerð hafa verið.
Tilfinningin er hvorki vonbrigði né gleði. Staðreyndin er núið og vegir Guðs eru og verða fyrir ofan okkar skilning þrátt fyrir að sumir hafi sitthvað á tilfinningunni.
Ég hef séð nýjar myndir er enn sem komið er hafa ekki fest sig á strigann. Ég hef leitað að ódýrum strigum á veraldarvefnum en ekki fundið. Ég furða mig á því í landi eins og Spánn er að Strigi er ódýrari á Íslandi. Ég er samt ekki furðu lostin því ég á nýjan kjól og líður eins og Vinkonu minni Drottningunni af Saba!
19.7.2006 | 17:19
Sumarmyndin
Í dag tók mín af skarið og tók sumarmynd af börnunum en við höfum haft þann siðinn á síðastliðin ár að taka svipaða mynd af krökkunum og má glöggt sjá miklar breytingar.
Árín líða og spurning að taka myndir af okkur hjónum til að hafa gaman og gleði af þegar lengra líður á framtíðina. Vænlega ekkert jafn gaman þegar árin verða 60 + að skoða hvað maður var nú bráðhuggulegur í "den"
Jedúddamía verður mér á orði yfir fegurð og glæsileika húsbóndans og það sem heita aukakíló í dag verða mjúkar og fagrar línur. Best ég fari í þetta framtíðarverkefni! Mæli með því að allt sambúðarfólk geri slíkt hið sama því það er fátt skemmtilegra en að sjá breytingar milli ára, tala nú ekki um ef það eru tugir ára!
Snillingurinn sem hefur hreiðrað sig í sál minni er ekki að láta ljós sitt skína með því að birta myndina og mun ég finna "snillann" í hreiðrinu heima. Myndbyrting á zyrnirósinni síðar ......
Sólin skín í hjartastað sem utandyra, loftkælingin á fullu og vinnudagur fyrir löngu á enda. Oft er þörf en nú er nauðsyn að koma sér í faðm tengdafjölskyldu og barna!
16.7.2006 | 22:30
Galdraðu vegna þess að þú ert engill .............
.......... "Mamma galdraðu mig stórann vegna þess að þú ert engill" Fátt um svör en fyrr í kvöld var spurt. "Mamma ef ég gifti mig ekki, get ég þá ekki eignast börn"
Ég er 5 ára næstum SEX. Byrjaður að spá í það sem ég vil. Nýkominn frá Brasil og felldi hug til tvítugrar konu, SEM pabbi er í msn sambandi við.
Móðirin "moi" er pollróleg og svara eftir bestu getu spurningum sonarins. Litli dýrðlingurinn minn heimtaði klilppingu áðan, NÚNA vill ég klilppingu mamma svona eins og alltaf. WOW, hann vill helst vera með mikið og allt of flóki hár en allt í einu vill klippingu. Vill hana núna og ekki á morgun! Mín ekki í stuði að brýna hnífinn svo drengurinn fær enga kllippingu, veit að hann getur eignast börn án þess að gifta sig og á mömmu sem er engill og tímir ekki að stækka hann vegna eigingirni sinnar.
Hann er klárlega viss um að móðir sín sé Galdra Engill og geti bjargað öllum heiminum ef því er að skita!
Dásamlegt eða Yndislegt eins og Sigurlaug hans Gunnars heitins hefði sagt á kóræfingu og það eru orð að sönnu. Sigurlaug þú færð hjartans kveðjur frá Spáni!
Elska að eiga börn, þakka Guði fyrir þá gleði er hann hefur veitt mér og líka fyrir þau vonbrigði er hafa poppað upp því annars væri ég eins og rispuð plata ........ Hasta Pronto!
16.7.2006 | 10:39
Dýrdlingadagar tengdafölskyldunnar ...
Zad má nú segja ad Dýrdlingar fjölskyldunnar haldast hönd í hönd. Zann 15.júli halda strákarnir upp á sinn dýrdling og degi sídar tengdamódir og mágkona en Santa Carmen er heilagur verndari allra sjómanna og er dagurinn haldinn hátídlegur sem slíkur.
Nafnid mitt er hvorki né í sögum neinna dýrdlinga og vill ektamadurinn meina ad ég verdi ad hafa eilíft líf og baeta mig zónokkud ef Zordisar nafninu aetti ad takast ad komast á topp 1000. Zordis verdur sem sagt aldrei Santa (enda er zad bara fyrir útvalda Kláusa) ...... Mín gefst nú ekki upp og aetlar ad finna sér svona át og gledidag, hafa hann ad hausti eda vori og nefna hann Gydjudag. Gydjudagurinn minn verdur kynntur sérstaklega zegar mín verdur búin ad spekulera örítid í zessu.
Zad er stutt sídan ad svefnrofinn fór af mér og notalegt ad sitja í vel kaeldu tölvuherberginu. Fyrir Sex árum var ég skrád á daginn í dag, 16.júlí en ekki vildi Enrique minn koma í heiminn á afmaelisdegi ömmu sinnar Carmen. Hann valdi sér sinn sérdag einum 10 dögu sídar. Dagga ól son zennan dag fyrir 6 árum og óska ég henni til hamingju med Hörd!
La Mirada de España höf Jose Manuel Merello.
15.7.2006 | 09:46
"Bora tám oní sand" eða "Bora sér í gegn um draslið"
Nú er komið að því ............... Fyrsta strandferðin í undirbúningi. Finna þarf til ýmislegt stranddót, bera krem á ungviðið en fyrst af öllu koma okkur í gírinn, fá sér fyrsta kaffibollann og Kyssa strákana mína sem eiga sinn dýrðlingadag.
Santo Enrique er haldinn hátíðlegur í dag og munum við eyða deginum með fjölskyldunni þar sem við getum státað af þrem strákum er hlýða nafninu ... enrique .... Á morgun er svo Dýrðlingadagur Carmen en hún er verndari sjómanna og má útfæra morgundag sem sjómannadag okkar Spánlendinga. Ég státa af tveim Carmen og er stanslaus hátíð hjá okkur tvo daga í röð!
Langþráð helgi er komin "þó ekki Dr.Helgi" væri alveg fínt að fá hann í heimsókn, fengi kanski vöðvaslakandi vegna hálsins á mér. Vaknaði stíf, stíf, stíf í morgun og ektamaðurinn hissa að mig langaði ekki í ískalda sturtu. Gaskúturinn var búinn og mín ekki alveg til í að brúsa yfir sig köldu vatni þótt hitinn sé allnokkur núna.
Skildi strandferðin verða tekin, húsnæðið okkar í þokkalegri óreiðu svo ekki væri óvitlaust að láta greipar sópa. Strandferð - Tiltekt ....... Þarf að hugsa vandlega um hvað verður oná!

14.7.2006 | 19:56
Selvogurinn og sumarbústaðaland ....
Undarleg kreppa virðist læðast upp eftir ávölum kroppnum. Hugur reikar að Strandakirkju og þeim Vog er Selir hafa væntanlega sniglast að. Máttur og öfl gríðarleg og fólkið skrítið sem skepnan ber!
Íslandsástin til staðar og raunveruleikafyrrt konan horfir inn í framtíðina, hún horfir ástleitnum augum á herramanninn er sagði já, hún hugar að börnum sínum er eru hvert öðru fallegri og ljúfari og sest inn í nýjann ástarrauðann mercedes bens bílinn sinn. Hún skrúfar niður þakið á bílnum, lítur í spegilinn og litar varir sínar í stíl við húddið!
Hún er komin til að vera í þeim heimi er guð ól hana inn og kveður ekki fyrr en uppskriftin verður fullkomnuð að handritinu.
Lífið er fullkomið í heimi þeirra er geta horfið frá.
Í minningunni var Trabantinn góður þótt að hljóðkúturinn væri farinn, maturinn góður þótt kryddið hafi vantað og lífsgleðin söm þótt peningatréð gæfi lítið af sér .............
Hamingjan ert þú og ég!
13.7.2006 | 22:08
Hrollkallt að vaða í flæðarmálinu .....
Klárlega er allt gott sem gerir gott, líka það sem er ekki svo gott en við lærum að meta.
Hugurinn er tómur og það er ekkert sem poppar upp, ekkert sem er minnisvert né merkilegt. Kanski er maður bara svona leiðinlegur, svo takmarkaður í sjálfum sér að ekkert kemur til.
Sorglegar fréttir bárust mér undir kvöldið og ekkert hægt að gera í stöðunni. Lífið kemur og fer og þeir sem eftir sitja eiga oft bágt og erfitt um stund. Það er fátt jákvætt sem kemur í hugann þegar aðrir eiga um sárt að binda.
Sjálfshuggun kemur engum til góða því lífið er raunverulegt, blákallt og hrjúft við þá sem taka sporin. Vindur blæs jafnt um höfuð allra og blóð rennur jafn rautt í æðum allra.
Við erum öll sem eitt peð í heimi sem stendur öllum opinn. Skeiðin sem við fæðumst með í munni er misjöfn og segir ekki allt um gæði þeirra sem heima sitja.
Depurð sem ekki stoppar við heldur stingur niður fæti og skyggir á gleði er tekið hefur bólfestu í hjörtum heimamanna. Misspennandi en alltaf áhugavert þetta líf sem við kusum okkur.
Nú er hlýtt á Spáni, nú væri gott að vaða í flæðarmálinu í Skötubótinni ..... eða væri manni kallt?
11.7.2006 | 23:33
Zyrnirosarástand .... Zreyta ........... Hvad meira ?
Zrátt fyrir (þ) hálfsmánaðarfrí þá er ég þreytt .... svaf svefninum sæta í allt kvöld og vaknaði ekki alls fyrir löngu, ligg með Delluna mína og vafra og hef annað augað á mynd þar sem strútar ógna Jess og Jester. Las í grein í DV að Strútar væru heimskar skepnur og trúi því þar sem greinahöfundur talaði af vissri þekkingu. Strútakjöt er ekki gott á bragðið ........... kemur kvöldinu lítið við en ég hef smakkað það og finst það ekki gott!
En þreytuástand hvílir í mínum mjúka kroppi sem mætti til starfa seint í dag þar sem tengdamóðir mín kær þurfti til læknis en til stendur að laga gláku á hinu auganu hennar. Fyrri aðgerðin heppnaðist vel og taka þeir annað í einu. Hún er nú á batavegi og sér í gegn um hollt og hæðir ... eða þannig.
Það má segja að mín sé komin langt ofaní jörðina, líður ekki vel í heilsunni og hef ýmsar vangaveltur.
Kanski mín þurfi að máta pensil ........ sullumalla ........... brjóstamála, ata tútturnar út í akrýl málningu og gera eitthvað nýtt. Breytingar eru oft erfiðar en hins vegar nauðsynlegar ..... væri til í að breyta einhverju! Gæti byrjað á sjálfri mér, breytt um hollingu, háralit, félagsskap, maka, ættleitt barn, orðið abstrakt málari eða gengið í bleiku!
Bara íllt í bakinu, kvarta og kveina með sjálfri mér, á svo hroðalega bágt, nei í alvöru ritað þá langar mig í svona plastbólugalla, krulla á mér hárið og gera eitthvað gott .... Vikan er rétt að byrja og ég viðurkenni að helgin er orðin frekar spennandi, langar að fara á ströndina eða í bowling ( nei grín langar ekki í bowling) ennnnn það er nýr og spennandi dagur á morgun er veitir nýja ferska lífssýn.
Einn af þessum dögum , ein af þessum stundum, ein í heiminum með guðlegum verum. Tókst ekki að setja inn eina nýja svo það er spurning hvort ekki sé ráðlegt að halla sér inn í draumaheima!
það var bara það!