10.7.2006 | 05:24
Bráðum koma ......
Alltaf jafn bráðlát .... Hugsandi nokkra mánuði fram í tímann, raulandi um jólköttinn og börnin sem eru svo uppstríluð og flott! Rauður flauelskjóll á dömuna og kjóll og hvítt á drenginn.
Annars er ég svo vakandi að annað væru fréttir norður á Dalvík var að gera Doldið með nýmalað kaffi mér við hlið að leika mér á veraldarvefnum. Ákvað að gera það frekar en að mála, frekar en allt annað í heiminum.
Á mér lítið leyndarmál og fékk ektamanninn til að samþykkja uppátektir mínar í svefnrofa sínum. Hann verður hissa að vakna og fá fréttirnar sem þó eru ekki fréttir ..... í raun
Ég er glöð innra með mér, sæl með að hafa komist heil í Spánarlandið þar sem hitinn er frekar mikill og enginn ferskur vindur eins og gylltar strendur Brazil buðu uppá. Gaman að koma heim og hitta litla bróðir og hans unnustu en þau fóru daginn eftir okkar heimkomu. Spurning hvenær hinn bróðirinn minn kíki við en það er alltaf gaman að fá góða í heimsókn.
Sigrún The kom í júní og áttum við saman stuttann tíma
Sigrún mín kemur í ágúst
Lísa mín kemur í haust ????
Ollasak kemur með henni, er þakki ?????
Gamli saumaklúbburinn minn kemur líka
Mamma og pabbi koma í sept/okt
Fríða frænka kemur kanski í haust
Og vonandi sem flestir bara því það er svo ofurgaman að fljúga .... alveg satt!
Læt þetta kattarmal mitt hér við sitja, er komin með dagsetningu á sýninguna mína. Veit ekki hvort hún sé vel tímasett en það kemur þá bara í ljós eða til myrkurs......hux sennilega ekki réttur tími en hvað er rétt og hvað er rangt ?
Ég hlakka svooo til!
9.7.2006 | 13:47
Viva la Pepa = Áfram Borghildur
Loksins vöknud .....
Loksins komin ....
15 klukkustundir hvad ..... Vid vorum à samfleytt að ferðast í tæpar 27 klukkustundir .... Ákváðum að hafa endasprettinn í einu lagi án þess að gista neins staðar.
Allt gekk rosalega vel, börnin eins og draumur í dós þrátt fyrir stífa keyrslu. Næst væri ég til í eina sæta svefntöflu þar sem mín svaf lítið sem ekkert á þessu flugvélabrölti. Ekki laust við að smá flugveiki hafi skotið sér niður en þá var stunduð djúpöndun sem tók frá seljuna sem þó er ekki tengd frú Marnier. Hvítur poki tilbúinn en stíf öndun kom í veg fyrir óþarfa seldir!
Heim .... heim ..... yndislegt heimili eftir dásamlegt frí.
Það er of snemmt að fara að vinna á morgun þar sem við þurfum að ná svefninum í lag. Ég mæti sennilega ekki fyrr en eftir hádegi og heilsa upp á yndislega starfselaga.
Við vöknuðum klukkan 13:15 og var sem klukkan væri ekki mínútu meir en 06:30 .... Skrítið hvað tíminn og líkamsklukkan hlusta ekki á heimsálfukjaftæði. Nú er bara að reyna að sofna snemma í kvöld .................. Spurning hvort það sé eða ekki ....
San Fermin hátíð var í gær en það er alræmt nautahlaup sem er vinsælt norður af spáni, Pamploma og víðar í grenndinni þar. Við höfum verið á þessum slóðum og séð nautabanana sem eru eins og nútíma Hollywood stjörnur, eitthvað sem litla ég skilur ekkert í en allavega þá er bara gott að koma heim og nú er í nógu að snúast og ektamaðurinn á fullu.
Ganga frá og vera með brosið ........
6.7.2006 | 13:35
2 dagar í 15 klst ferdalag ......
Svei mér zá ef zessi paradísartími sem Dísin frída nýtur er ad renna út sem sandur í tímans glasi!
Svei mér ef tilhlökkun heimkomu er til stadar!
Svei mér ef lífid er ekki bara eins og zad á ad vera!
Strákarnir mínir voru ad koma til mín en sonurinn var í lítilli klósettferd og er slakur. Vid vöknudum um 08:00 í morgun, drifum okkur í morgunmat sem var gódur. Graent te og ristad braud, heilsan komin í lag en hún var ekki upp á lífríki sjávar í morgun.
Zynnka ...... veit ekki hvad vid skulum kalla zad. Sjaldan hefur mín blandad saman eins mörgum tegunudum sem í gaer!!!
Fordrykkur = 1 Screwdriver
Med matnum = rautt og hvítt og vatn
Eftir mat = fimmfaldur Grand Marnier!
Sennilega er zad frú Marnier ad kenna ad mallinn var aumur í morgun og Dísin seldu upp. Ekki uppbod en nóg um zad. Morgunmaturinn hefur laeknad allt sem laekna zarf og stendur til ad halda í eina skodunarferd eftir taepan klukkutíma.
Eins gott ad heilsan er gód, skapid gott og umhverfid zess virdi. Sjáumst svo hress og fersk í Brazil ad ári! Er zakki bara ...........................
Smá sýnishorn af brazileiskri list ..... Margt svo rosalega fallegt!
Zad stendur til ad fara til baejarins Pipa en zad er listamannabaer og einna helst haegt ad sjá og hitta listamennina. Zad verdur vonandi gódur tími sem vid höfum til ad skoda zad sem heimamenn hafa fram ad faera. Gódur sólríkur dagur eftir vaent regn gaerdagsins.
5.7.2006 | 15:45
Gull og Gimsteinar .....
Ekki vantar Gullid og Gimsteinana í zessu annars risaferdamannalandi. Vid fjölskyldan erum búin ad hafa zad mjög gott zad sem af er og ekki haegt annad en ad njóta endasprettsins til fullnustu.
Haldid var í risa verslunarkjarna í borginni Natal (í gaer) sem er vaen borgar-blanda af modern byggingu med lúxus adstödu og húsum er stadid hafa af sér zykkt og súrt tídarandans, í betri enda baejarins! Fólkid er saellegt og notalegt vidkomu, zjónustulundin gód og sjaldan er langt í brosid. Í Brasiliu er hálfgerdur vetur konungur, zó ekki sá er vid íslendingar zekkjum svo vel. Veturinn zekkist af regni og roki sem er zó ekkert slaemt zegar kroppurinn er brúnadur vid 20-30 grádu hita. Áfram Vetrarríkid .... Í sumarsól og atlantshafsblídu!
Jóla-Carnevalid hefst í byrjun desember og er víst upplifun fyrir zá sem hafa séd og prófad. Ströndin sem Drottningin af Samba aetlar ad tölta í dag er hér ad ofan og má sjá ad Ponta Negra sem er skemmtilegur lítill strandbaer hvílir vid sandfjallid í kyrrd frá hafinu, meiri öldugangur er hjá okkur enda liggja sörfarar úti snemmmorguns og sídla dags zegar öldurót er meira. Aetli hótelid mitt sé ekki vid enda myndarinnar fjaer baenum. Vid njótum mikillar kyrrdar hérna og saekjum í okkur vedrid. Smá haelanudd fyrir kvöldid en til stendur ad fara eitthvad notalegt út ad borda og fylla vitin af Brasileiskum Samba tón ..... zá er nú betra ad vera vel slípadur fyrir sveifluna.
Hlakka svo bara til ad koma heim ...... undirbúa sýninguna mína ..... klára ad vinna í kortunum mínum og sleppa mér hreinlega í prentsmidjunni! Alltaf gaman ad fara í frí sem kallar á yndislega heimkomu .... hitta vini ... kunningja og aettingja .... Já og maeta í vinnu eda segja upp :)
2.7.2006 | 19:35
50% Spámidill í Brazil ...
.. Allavega skeikadi mín zetta hlutfall í boltanum!
Frekar átti ég vona á betri fótbolta en í bodi var í gaer! Frakkarnir geta fagnad vel zar sem zeir voru ötulli og ákvednari. Átti satt best ad segja von á MUN betri leik!!!
Sólbad í allan dag og mín bara nokkud saelleg eftir daginn. Rosanotalegt ad slappa af í Atlantshafsgolunni og láta gylla á sér kroppinn! sátt og sael!
Börnin mín eru ordin vel brún og falleg enda eins og haffólk í lauginni allan daginn. Í dag gengum vid ströndina endilanga en hún er endilöng, breid og gyllt eins og augad eygir! Fótanudd er ekki naudsynlegt zar sem sandurinn er nokkud kornadur og á vel vid lúnar stressadar faetur eins og mínar eru.
Nokkud hefur borid á aefingu í Drottningar-vinki og má segja .... ELÍSABET-HVAD .... eftir veruna hérna!
Fríid hálfnad og mín segir bara ......... betri helmingurinn er eftir og vaentanleg er zokkalegasti ledurskór til spánar eftir betri helming frísins! Djammsessjón framundan og bros út í baedi!
Nokkrar myndir af ströndinni sem ég gekk í dag, nokkud sleipir og fínir haelar sem eiga eftir ad njóta sín med kvöldinu .... fallegir haelar sem eiga eftir ad vinna hvada haelakeppni sem er ...
Hér er enginn Akkilesarhaell á ferdinni! Áfram Portugal! 50% rétt eda 50% rangt ... ég segi rétt og kved ykkur frá fallegustu strönd stadarins .......
1.7.2006 | 18:50
Daemigerdur dagur í Brazil ...
... Ef sá dagur vaeri til, z.e. zessi daemigerdi! Allir dagar koma ferskir inn og aevintýrin taka voldin. Í morgum fórum vid maedgur saman í morgunmat og skelltum okkur svo út á sundlaugarverönd og létum blása í hárid. Gott ad slaka á og finna ad streitan sem var upphladin lídur frá eins og hver önnur slaem lykt er snertir vit!
Portugal vann England í boltanum og nú bída Brassarnir spenntir ad RÚSTA fransmanninum. Spurning ad skella sér til Ponta Negra og kynnast hvernig gledin er í hnotskurn .....
Vid hjõnakornin fórum ásamt vinum út ad borda út fyrir veggi hótelsins og áttum pantad bord á glaestum humarstad. HUMAR er aedi ... zarf svosem ekkert ad 10unda zad en zegar vid komum á stadinn sögdu eiginmennirnir NEI hingad förum vid ekki! (Voru zarna í seinasta mánudi og allt svo sterilizerad og fínt) Gód rád voru ekki dýrari en svo ad taxidriverinn fór med okkur á local stad vid ströndina og zar lentum vid á zvílíkum stad ad vid áttum zvílíkt góda stund.
Vid mönudum hvort annad í dans og zar vorum vid ekki ad keppa vid neina hálfdraettinga. Brassarnir eru flottir zegar zeir taka smá Sömburael! LANGFLOTTASTIR! Annars verdur gott ad koma heim og spurning hvort ég útskrifi sjálfa mig sem Samba Drottningu! Hef einu sinni verid köllud Drottningin af Samba og kunni zví maeta vel ............. Nokkrar myndir, allar af mér eda zannig. Sjáumst sídar ..................
Sitt lítid af hverju.
BRAZIL - FRANÇA
4-1
Brazil er bara nokkud gód í gódum félagsskap .... zegar vetur faerist fjaer og allir med brosid sitt!
29.6.2006 | 12:35
BRAZIL




21.6.2006 | 19:44
Lífið er það sem við gerum úr því ...................
Einlæg ást er ein af þeim gjafamyndum sem ég hef unnið við. Ég á allnokkrar óbirtar sumar sem birtast aldrei og aðrar er birtast síðar.
Ég valdi þessa án nokkurrar ástæðu, hefði eins getað valið stútmunna, stelpuást eða fögnuð!
Brasilía er komin degi nær þrátt fyrir að vera dögum fjær! Haldið verður til Hollands á morgun rétt um matarbil hádegis. Áningarstaður er Amsterdam en þaðan höldum við degi síðar til Natal!
Er ekki spennt enn sem komið er þar sem ég á eftir að pakka niður, taka til heima hjá mér og ganga frá öllum jólamyndunum sem eru í bígerð!
Börnin mín ættu að fara að sofa svo friður myndist á bænum en ekki er alltaf allt eins og kosið er.
Ég lofa ekki dugnaði við blogg þar sem ég ætla að chilla, slaka á og hugsanlega liggja í sólbaði og verða brúnust!
Kókoshnetur og humarhalar, kampavín og kavíar! Frí sem verður notalegt að fara í og ekki síður gaman að fara frá. Heima er best alveg sama hvað er! Njótið þess að vera þið og þakkið fyrir að njóta þess!
Beba meua amor!
Já og eins og textinn hér að ofan segir að lífið er það sem við gerum úr því eru orð að sönnu. Stundum gerum við það erfiðara fyrir og stundum er það erfitt en aldrei svo að ekki sé lausn á málunum.
20.6.2006 | 07:46
Dorma vel og lengi ... sofa bara yfir sig
Skondið þegar skepnan tekur upp á því að sofaf yfir sig. Vaknar ekki við óp klukkunnar né varma af líkama makans né fuglasöngin er fyllir vit.
Börnin eins og tvö eikartré, steinsofandi og friður mikill.....................mæta sem sagt of seint næstsíðasta dag í skólann. Kemur að vísu ekki að sök þar sem almenn kennsla og próf eru yfirstaðin en leiðinlegt að stimpla sig þannig út í lok skólaárs. Börnunum hefur báðum gengið vel og hlakkar okkur foreldrakornin til að sjá einkunnir ungviðsins.
BRASILÍA næstu dögum, það styttist í það á ógnarhraða. Alveg brjálað að gera í vinnunni svo ekki má slaka á þar þó svo að góð törn sé að klárast.
Spann vann Túnis menn 3 - 1, við fögnum því þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið neitt spes. Raúl átti ágætis mark og svo ungviði landliðsins gerði sitt. Ung og óþroskað lið með alveg afbragðs þjálfara.
Mín er engin fótboltabulla þrátt fyrir að hafa sparkað tuðru með Þór í Þorlákshöfn hér í den, við stelpurnar fylltum völlinn af áhugasömum áhangendum ;) Hilli mætti með sína andans menn og eflaust lagt á þar sem velgengni var með ágætum.
Vinnan kallar, hef hafist handa við jólamyndefni, ekki seinna vænna að plana jólin í júní! Kanski ég smelli inn sýnishorni og fái heiðarlegt álit ykkar sem lítið við endrum og eins.
Kær kveðja frá kjólastelpunni ........
16.6.2006 | 06:33
Ég elska blóm og náttúrulega fegurð.
Blóm eru eitt það fallegasta sem náttúran hefur að bjóða svo og fyrir utan tindrandi náttúru, birkigreinar og lúpínur (sem er blóm) svo eitthvað sé nefnt!
Ég er í blómafíling þessa dagana og sést það á mörgu sem ég tek mér fyrir hendur . Ég lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu hér um daginn! Dettur það sísoddna í hug þegar orðið SKRIÐ er ritað. Mín var árrisul sem endranær að fá sér fyrsta kaffibollann, búin að sitja og mála nokkrar strokur sem ég geri að jafnaði í morgunsárið þegar allt er með kyrrum kjörum.
Ég sé eitthvað útundan þar sem ég er með einsdæmum úteygð (hehehe) er ekki skríðandi brún þokkalega stór vera á gólfinu hjá mér!!!!!
Arrrg.....ógeð!
Eitt stykki KAKKALAKKI var þar á urrandi hlaupum er ljóstýran magnaðist. Þessar elskur gera svossum ekkert af sér eru bara SLÉTT VIÐBJÓÐUR. I´m a killer girl! Ég náði í brúsa inn í skáp, hefði hvort um sig getað verið hárlakk eða prumpuúði og tók að spreija eins og WILD LADY (hamsterlady) Úðaði grimmt undir ísskápinn og þótti mér takast vel til en kvikyndið náði að skríða upp á innréttingu og féll þaðan máttlaus af eitri. Ég hafði náð mér í brúsa af einhverju baneitruðu að við náðum vart andanum og spurning á tíma hvort kakkalakkinn eða moi færum til himna!
Ektamaðurinn kom hlaupandi og spurði hvort ég væri alveg að tapa mér þar sem þetta væri baneitrað og mætti einungis .... bla bla bla! Hvað er hann þá að geyma þetta þar sem konur og börn ná til? Skammann!
Allavega þá er ég í blómaskapi, lofa að vera góð í dag, með brosið mitt og láta ekki smámuni stinga mig í síðuna. Er þokkalega síðugóð svo það er langt að beini!
Men, men og já í lokin dreymdi mig ofurkónguló svo nú er ég farin að kaupa lottó miða og mun sem sagt nýta mér féð til frekara náms og heiti á Lísu Skvísu í þeim efnum já og auðvitað heiti ég á strandakirkju. Tvö máttug öfl , trúin og vinskapurinn!