12.6.2006 | 21:28
Svoooo dugleg .....
Enginn til frásagnar um dugnaðinn nema drottningin sjálf! Rosalega áhugasöm um strokur og þótti rosalega gaman. Er búin að koma frá mér heilmiklu og málaði meir að segja á sostrenes grene stirgann sem lísa lét mér í té! Þar er komin fögur kona sem bíður síns veggjar, bíður síns tíma, bíður síns elskanda!
Er að undirbúa ákveðinn atburð og gengur vel. Er með málningaslettur út um allt! Betra að vera vel hreinsuð áður en Bæjarfógetinn er heimsóttur! Fór í dag til Juan xxx og hann kunni nú sitthvað um ísland, hafði gist við Heklu rætur, farið á Vatnajökul, kannaðist við Landmannalaugar og etc. Hann vissi meir um hið ilhýra en ég sem hef synt ískaldann sjóinn í Skötubótinni.......
Ekki er konu til setunnar boðið, nægt perlandi vatn, já vatn .... ekkert kampavín í miðri viku, Ó, Nei! Lét ektamanninn kaupa fullt af perlandi vatni til að svala þorstanum enda veitir ekki af þar sem nokkur hiti ríður um strendur Costa Blanca. Ætla samt að fá mér kaffitár eftir matinn og nudda mér upp úr olíunni.
Nú styttist í sumarfríið ..................
10.6.2006 | 09:17
Og síðan eru liðin mörg ár ....
Er að baxa við innsetningu af eldgamalli olíumynd ........... er að baxa en það er eitthvað með daginn sem segir. Gerðu eitthvað annað!
Háaloftið ef háaloft mætti kalla ...... DRASLREITURINN minn bíður þess að vera hreinsaður. Það er kjaftfullt af ferðatöskum og jólaskrauti og málverkum. Flest eftir mig sjálfa svo og aðra mæta listamenn sem vert er að kíkja á.
Kjallarinn togar í mig þar sem næg eru verkefnin þar að auki. Það er svona þegar af mörgu er að taka og spurning um að klóna sig eins og Dollý hér um árið. Ég segi bara mehh mehh!
Frídagur í dag og þó ekki því ég þarf að skjótast í vinnuna til að ná í gögn og ganga frá sottlu.
Bara gleði framundan, smá heimililsþrif sem ekki veitir af! Bóndinn dapur í bumbunni sinni en hann mun halda til sinna starfa upp úr 13.00 og verður þar sem eftir er dags! Er búin að gefast upp á þessu myndastússi svo ég segi bara sólong á meðan!
7.6.2006 | 21:56
Allt smellur og hrekkur ......
Aha, þegar allt loksins hrekkur saman og hvert púsl nær saman. Þegar allt fær skilning og þegar þú áttar þig á kringumstæðum. Þegar þú heyrir sögur sem ná saman og skilningur kemur.
Allt er þetta ÞEGAR allt stemmir, allt ÞEGAR enginn veit meir, allt ÞEGAR minnst varir og engin fattar neitt.
Við áttum okkur á hinu hreina og sanna, við lærum að þekkja eigin væntingar og eigin raun. Við áttum okkur á því sem er og því sem var!
Við VITUM hvert stefnir og að ALHEIMS friður er í nánd ....................
Ég þakka GUÐI fyrir að vera ég en ekki nágranninn og ég ÞAKKA GUÐI fyrir skilning sinn á sjúkdómum alheims, líkamlegum kvillum, andlegum kvillum og ég ÞAKKA GUÐI fyrir að hreinsa andrúmsloftið.
Já hann er góður gæji þessi himneska vera sem er ávallt hér ............
Alt um ekkert og ekkert um allt. Til að skilja þarf ýmislegt til að fá ymislegt þarf að skilja ýmislegt þó ekki allt.
og bla bla bla bla bla .......... Góðar studnir
6.6.2006 | 07:26
Inn og út um glulggann .....
Það er það eina sem mér dettur í hug svona hálf flugsplæst og ílla sofin. Hvernig verð ég eftir brazil ferðalagið ..... Langflottust enda 14 dagar á breiðum gylltum sendnum ströndum, humar í hádegismat og kókosmjólk á kvöldin.
Var að fá simhringingu, konurödd sem spurði eftir ektamanninum! Hún þ.e. röddin vildi bjóða honum á kynningu um helgina, fá prívat kynningu á því sem heitir sumarfrísstaður, Marina Dor ...... Nákvæmlega!
Annars var Íslandsferðin góð eins og hún var stutt, afrekaði alveg slatta þennann stutta tíma og takmarki ferðarinnar var náð. Íris Hadda minn hjarans ljómi var með í för og naut hún sín, fanst kallt og eiginlega frosin upp að hnjám eftir göngutúr í hressandi regninu.
Ísland án efa fallegasta land í heimi með geðveika uppsprettu af orku og uppstreymi.
Var að spá hvort það væri ekki sniðugt að taka sumarhús í Selvogi á leigu í haust (LOL) Komst ekki núna vegna tímaskorts ..... Stelpur það er X Selvogur í haust eða í næstu skotferð.
Heill dagur framundan, kaffibolli númer 2, Blue Lagoon snyrt í framan og ég elska manninn minn að ógleymdum börnunum! Hvað er hægt að biðja um meira nema kanski frægðina og urmull af fjármunum. O.K. ég er til í það!
3.6.2006 | 08:13
Vorboðinn ljúfi
Vorboði er mynd sem var gerð á fyrri hluta þessa árs. Vorboði er mynd sem kom í hugann eftir að hafa lesið ljóðið hennar Gunnu kennara. Íslensk náttúra í allri sinni mynd, það stórkostlegasta sem til er.
Hver er til í klukkustund í Selvoginum, klukkustund í íslenskri eðalnáttúru?
Við mæðgurnar erum á leið í Selvoginn, á leið til þín sem skráir sig í skoðunarferð um Selvoginn, við stoppum stutt enda tíminn það dýrmætasta sem við eigum. Skipulagt kaos er það sem hefur einkennt mig og mína veru en nú er að láta reyna á sjálfan sig.
X - Selvogur
Svo sjáumst við ferskar og fallegar að vanda.
1.6.2006 | 20:42
Eitt sinn var ...
....lítil kisa sem var pínulítið óþekk.
Við hittum þessa litlu kisu þegar Dr.Anna kynnti okkur fyrir kisumömmu og ég fell í ákafar hugástir með kisulúsinni. Hún var pínu-oggulítil með rautt hár. Ofsalega sætur kisustrákur sem gerði marga skemmtilega hluti. Til dæmis fórum við saman í biltúra .... hann hjálpaði mér að sjóða fiskinn á diskinn. Að auki verslaði hann með mér, hann fór með mér á veitingastaði og hann var sá allra nauðynlegasti í mínu lífi.
Þegar hann dó, þá fór hluti af dýrinu mínu með.
Sílóníus Árni er sá allra skemmtilegasti köttur ever, hann á eftir að kynnast heiminum og heimurinn á eftir að kynnast honum.
Hummmmm .... ekki vill hann birtast núna svo við gerum aðra tilraun síðar....ekki satt.
30.5.2006 | 21:58
Smá svona sykur ...................
Ein lítil og ekki mikið um hana að segja nema að hún er í öllu sínu smáríki á www.zordis.blogspot.com. Allir þangað því þar er partý. Ég er dofin í augunum, þreytt í herðunum en sit hér enn og ætla að koma þessari litlu mynd inn á veraldarvefinn.
Mér finst skrítið að (ekki mikið samt) að ég geti ekki látið textann flæða um myndina. Hafa þetta eins og sjáfarmálið sem flæðir að fótum þér sem væri ekki slæmt núna.
Dagurinn í dag sá mesti álagsdagur ever en það er kanski vegna hversu hlutirnir hafa gengið fyri sig á annann hátt en áætlað var.
Rosalega er ég sybbin , varla nenni að bursta tennur en læt það nú ekki eftir mér.
Góða nótt og sofið rótt .....
29.5.2006 | 23:12
Litlar Myndir ....
Oggulitlar nánast sagt og gerðar með blýhant og vatnslitum.
Hef setið hér með sjálfri mér og minum endurheimta ektamanni. Hann í slökun í húsbóndastólnum (elska þetta orð yfir þægilegan stól) með annað augað opið og hitt á skjánum. Mín í slökun með pensil í hönd.
Skemmtilegar þessu litlu og ætla ég að setja þær inn á zordisina á morgun. Það vill svo til að ég þarf að hlaða myndavélina svo ég geti myndað þessar litlu elskur!
Það er bara allt gott að frétta sossum og nú þarf ég að taka mér tak og ákveða stærðir fyrir nýja striga og láta gott af mér leiða.
Það er komin þreyta í ávalann kroppinn og ekki seinna vænna en að bjóða góða nótt og læða sér inn í draumalandið. Land sem alltaf gaman er að koma til og bregða sér frá!
28.5.2006 | 17:44
Hugur og hugsun og það sem tekur við ....
Já, og þegar við hugsum um list og listir og listsköpun og það mannlega á bak við vinsældir þess að sjást, birta og vera til þá þarf smá "cocones" sem útleggst sem þokkalegur pungur.
Viðkvæm kona með ljosan lit í hári ..... (gerfilit) er kanski ekki alltaf með punginn út um allt en það er nokkuð góð hugmynd að vera með pung!
Aha, hanna þennann líka fína pung og selja! Allar konur Evrópu með pung fyrir næstu aldrarmót. Ég og þú verðum dauð þegar að viðburðinum kemur en SO, hvað skiptir það máli!
Er og verð og mun halda í þetta dæmigerða sjálf sem ég hef skapað mér. Sé og finn að allir sem ég er ömurleg og leiðinleg við er aðalfólkið í mínu lífi og ég elska allar þessar mínimalísku persónur hroðbjóðslega! Aha, fyrirgefið mér orðalagið.
Ég er til í allt.....
Standa á móti ísjaka til að bjarga bauninni sem hefur marið mig í gegn um tíðina ................
Rífa kjaft við hvaða .................. sem er...................
Aðallega þó að biðja Guð um að varðveita sálina mína og þakka fyrir kær svör sem náttuglan gaf!
Það er enginn eins lánsamur og ég og þeir sem sigla með mér!!!!
Fyrir utan allt og áður en ég brenn af mér hárlufsurnar þá segi ég eins og Ragga (love her) We love you ...................... "I.m = We
27.5.2006 | 23:57
Aðgát skal höfð í nærveru sálar ...
Þessi orð mætti þessi sóma kerling taka til sín og gæta orða sinna áður en hnýtur um tungu. Já, ég er soddann ruddi inn á milli og ætla mér bara ekki að vera svona hundleiðinleg og óvægin og það í garð þeirra sem eiga það ekki skilið. Ég verð að læra að halda mér saman, halda barasta fyrir kjaftinn á mér og knéfella þennann fiðurhaus sem ég get verið.
Ég fór og kíkti á kærleiksvef Júlla í leit að uppörvun og las þar um hamingjuna, það er sætt og alveg sammála Júlla hvað það varðar. Hef þá trú að heppni og hamingja séu svolítið skyldar einingar. Áunnin hamingja og heppni eða eitthvað sem leitar á fjörur þínar sem þarfnast viðhalds!
Marg skrítð í þessum gamla kýrhaus sem er á flestum stundum lífsins í hamingjukasti að keppast við að gera öðrum til hæfis. Kanski er ég dóni til að ná jafnvæginu og læt þá dólginn bitna á blásaklausum yndislegum vinum mínum en svona er þetta bara. Það er enginn gallalaus eftir fæðingu.
Ég hef hugleitt andlátið og ferðalagið svolítið upp á síðkastið. Ég hef grátið yfir bíómyndum, tárast af hugsun einni og bara eitthvað hrærð í tetrinu mínu. Andlátinu stjórnum við ekki, það kemur þegar við minnst gerum okkur grein fyrir því og tíminn er aldrei réttur. Guð geymi ykkur öll sem eitt!
Ég ætla að nota bænina í kvöld og mun af öllu hjarta senda bros til allra sem þurfa að umgangast mig, til allra sem eru í sambandi við mig ..... Já glaðhlakkandi og brosandi senjóríta sem ætlar að gæta sín í nærveru sála.