11.1.2007 | 16:36
Ég stari út í loftið ....
Það er orkusuga í grennd við mig, eða lek ég. Sver það ef öll mín orka er ekki á leið niður ristarnar! Verð að plástra því saman því ekki gengur að vera svona lengur.
Ég er að spá hvort Master Arden spelli bréfin sem hann sendir mér? Hann er meistari meistara í White Woodoo, je right! En það er með ólíkindum hvurslags bréf berast manni þessa dagana!
Penis enlargement póstarnir eru nánast hættir að koma.
Rolex skartgripasalinn nennir mér ekki.
Tryggingarfyrirtækin, lánaplottarar, hin og þessi tips um fjárfestingar .... það næsta verður brask á fólki en ég vona að við þessi einföldu orkulekandi verur fáum frið.
Ég sit og stari og ég er sko alveg tóm, eins galtóm og nú glymur í mér og ekki gaman að vera samferða! Þess vegna ætla ég að hrista þetta af mér, taka eitt stk. bíltúr og gera nokkur góðverk.
Ert þú búinn að gera góðverk í dag?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eins gott að rófubeinið varð ekki fyrir barðinu á fallinu - ertu orðin góð í því, rófubeininu? Ekki gott að detta svona oft - hvað veldur?
Knús á þig og orkustraumar
.
Ég gerði góðverk á sjálfri mér í dag
Lisa (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 17:38
Þegar rófubeinið varð aumt þá flaug ég niður blautann stiga. Þar virkuðu vængirnir ekki heldur!
Þegar ég datt í gær var ég að sýna húsnæði og áttaði mig ekki á tröppu og reyndi að fljúga en vængirnir tóku ekki við sér!
Held að flugævintýrum ljúki í bráð nema að ég nái að fiðra vel upp í stúfunum mínum
Annars er bara allt gott að frétta og allt grær, líka geðið
www.zordis.com, 11.1.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.