16.1.2010 | 12:40
Að sigra heiminn ....
.... að njóta lífsins, að vera til með bros á vör og gleði í hjarta.
Það er ekki sjálfgefið að vera glaður og njóta. Við fáum flest þessa yndisríku tilfinningu á fósturstiginu. Fáum að gerjast í innviðum móðurhjartans á því stigi er fæst munum. Hlýtt og notalegt umhverfi, öryggi og ástin eina fagra. Á öllu eru undantekningar og það á væntanlega líka við um ástina sem ekki er sjálfgefin þrátt fyrir að vera á fósturstiginu.
Ég ákvað að vera dugleg og hef tekið til hendinni heimavið. Dustaði rykið af vinkonu minni sem hefur staðið prúðbúin en nokkuð alvarleg og íbyggin. Mittismjó, settleg og fögur.
Breddan við Guardamar strönd. Prúðbúin enda mikil lady í sér.
Breddan hefur hlutverki að gegna í dag. Hún mun vera með kjéddlunni við gerð nýrrar myndar. Ekki svona "vídjó" heldur er það gamli góði striginn. Nú er allt klárt og það eina sem truflar er hugsanlegur hádegisverður. Kanski ég sendi fólkið okkar á veitingastað til að fá vinnufrið.
Að sigra heiminn er eitthvað sem er okkur eðlilslægt. Leggjum rækt og dugnað í það sem við gerum, gerum það vel og sigur er vís. Að sigra sjálfan sig er líka skemmtilegt konsept svo framarlega sem við etjum ekki of hörðu kappi.
Lífið er sannarlega ljúft, fallegt og gott því í fegurðinni koma fram litríkar spegilmyndir og mótstaða þess er lífið býður uppá. Verum sterk, sönn og sigrum í þeim verkefnum er við tökum okkur fyrir hendur.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
Breddan er alltaf fögur á ad líta og línurnar í lagi hjá kjellingunni.Flott verdur hún á striga.Manni er farid ad tykja vænt um konuna á ströndinni med fallega rauda veskjid sitt.
Knús sudur á bóginn til flottrar konu
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2010 kl. 13:24
Lífið ER ljúft. Jafnt í slagviðri sem sólskini
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2010 kl. 23:06
Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2010 kl. 15:08
Fer ekki að verða kominn tími á aðra mannbætandi færslu frá þér krúttið mitt?
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 22:46
Ég þarf að bæta mig hehehehehe ..... Ætla að láta mig dreyma eitthvað gott luvvvv ...
www.zordis.com, 29.1.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.