12.1.2007 | 21:19
Háskólinn í Alicante :-)
Snemmdegis lá leið á háskólalóðina í Alicante. Þetta er nú ekkert smáræði þetta skólasvæði, rosa stór og vel til haldið. Fullt af nýnemum og fallegt að sjá leiðbeinendur ganga um með hópa til að útskýra hvað er hvar og hvert skal halda í tengslum við námið.
Ég varð stórhrifin!
Fann út nokkra kúrsa sem hrifu mig og fór í leit að upplýsingum.
Rinnnnng, riiiiinnnnnnnnnnnng,
MOI; "hæ, þetta er ég ............ litla námsmeyjan!
FJALLIÐ; HA, QUE!
MOI; Já er að skrá mig i nám ............... bla bla bla
FJALLIÐ; "betra að segja ekki meir"
Sólin skein, nemendur frá öllum heimsálfum áttu leið og einhvern veginn leið mér betur með kennurum heldur en nemendum. Var þó með eðalnámsstúlku mér við hlið!
Aldursbilið er náttúrulega frekar svona .... Ég er og verð jafn ung og hjartað nær að dæla bragðvondu blóðinu.
ÉG ER EKKI VAMPÍRA
Ég er guðsbarn, þjáð og opið fyrir ást umheims!
By the way! Ritarinn í Arte y Cultura var óbó rosa dónó og ég fór heim með uppl. en ég segi, þegar þjónustan er léleg þá á maður að kvarta.
Ég er að hugleiða það en kanski var þetta hennar slæmi dagur og og og ........... Hugleiðing fyrir mann sjálfan að koma vel fram því léleg framkoma hefur boomerang áhrif.
Hún var vond við mig vegna þess að yfir maður hennar var vondur við hana. Ég er leiðinleg við annan sem á ekkert skilið nema það besta og ég hugsa að það var nú gott að hún tók hluta út á mér því þá verður hún skemmtilegri við maka og börn. Skemmtileg en ekki auðvelt þetta líf.
Háskólinn í Alicante, ég mæli með honum og ef þú kæri lesandi vilt fá aðstoð þá er bara að senda línu. Námsfýsi er betri físn en mörg önnur .........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vá, svakalega líst mér vel á þig núna. Flott hjá þér að láta drauminn ráðast. Mikið held ég að næstu mánuðir eigi eftir að verða skemmtilegir og gefandi.
Til lukku með skrefið ... hlakka til að fá meira að heyra :)
SkólasmÚs
Lisa (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 21:38
hæhæ og hó hó
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 21:41
ég er enn ekki búin ad skrá mig ...... ætlaði að taka nokkur námskeið og hefði sennilega greitt gjöldin ef ég hefði ekki fengið svona FÚLT viðmót! En nóttin er ekki úti enn ...........
www.zordis.com, 12.1.2007 kl. 21:47
Ekkert svona dúllan mín - þú fyllir út umsóknina um helgina
Lisa (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 22:08
Take me with you!!!
Draumur sem væri gaman að láta rætast einhverntíma í þessu lífi allavega... og kannski áður en aldursbilið á milli verður orðið að gjá ;) Ég þykist viss um að þú verðir fyrri til en hún ég!!
Knús til þín laaaangsætust**
Elín Björk, 12.1.2007 kl. 22:55
Auðvita látið þið drauminn rætast. Af hverju ekki, með þennan flotta skóla þarna við nefið á ykkur.
Skellið ykkur saman
Lisa (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 23:32
En Lísa! Kemur þú ekki þá með líka?
Elín Björk, 12.1.2007 kl. 23:50
Jáhá Elín, þú segir nokkuð - ég er ekki alveg á sömu hillu og þið stöllur en eitthvað skóladæmi er sko alveg inni í myndinni
Lisa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 00:11
Lísa, ég held bara þú sért alveg á sömu hillu :)
Elín Björk, 13.1.2007 kl. 00:54
Ég er meira að spá í söngnám ... lol
Lisa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 02:50
þið eruð nú meiri kerlingarnar!
www.zordis.com, 13.1.2007 kl. 08:25
JAMM
Solla Guðjóns, 13.1.2007 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.