Menntun er máttur ...

Það fer ekki í villur að menntun er máttur.

Mannskepnan er í sífelldri hringrás við sjálfa sig líf úr lífi.  Menntar sig í mismunandi geira en þó leitast sálin oftast við að fullkomna sig í því sem henni er kærast.  Sumar sálir fara erfiðu leiðina og flækja málin en það er allt í lagi því tilgangurinn er að ná sem lengst lifandi og lifa lífinu með sæmd!  Mannkærleikur er í raun sá geisli er lýsir frá sálu þinni og snertir hjartastöðvar þeirra er fylla þig nærveru sinni.

Ég var nebbl. að spá að á 15ánud öldinni var ég sjálfsmenntaður listamaður, drykkjuhrútur og lífskúnstner.  Þótti gaman að keyra bíla og elskaði hættur og himneska dásemd.

Önnur líf sem mosi (ákaflega róandi og innheit fósturumgjörð þar)  Þolinmæðin fæddist þar svo og töluverður undirbúningur fyrir hið mennska líf.

Ég man ekki eftir að hafa verið rolla ("drykkjuhrútur"), né þörungur etc.  Flestir muna ekkert og sumir trúa engu nema það standi svart á hvítu fyrir framan það.

En kæru bloggvinir, þegar leitað er aftur til fyrri tilverustiga þá fann ég svolítið sniðugt, ég þekki ykkur öll pínu pons. 

Ég held að Olafurfa hafi verið hafsveinn, tja eða bara nokkuð kúl hákarl þar sem ég var í lífríkinu á sama tíma.  Er það nema von að maður geti andað undir yfirborðinu og fari úr húðinni á bak við eyrun.

Ég held að Zoti hafi verið uppi á gríska tímanum,  gyðja sem elskaði ljúft líf og listir.  Í þessu lífi þótti ég snillingur í grískri matargerð sem hefur ekki náð að smita Zordisina í þessu lífi.

Ég held að Ollasak hafi verið prinsessa í frakklandi sem átti sjaldgæfa skrautfugla á sama tíma var ég var drykkjuhrútur sem þótti afbragðs félagi í spilavítum og veislum, þannig kynntumst við fyrst.

Ég held að Salvör hafi verið búsett á landamætum Kanada og Ameríku þar sem hún var í sama indjánaættbálk og ég.  Salvör var indjánalæknir og náði ekki að bjarga lífi mínu er ég féll fyrir ör í hjarta stað.  Ekkert smyrsl né galdrar færðu sál mína til baka.

Ég held að Mydogs hafi verið búsett á Írlandi og ekki má gleyma að hún var með fallegustu fjárhunda héraðsins og ég var nágranni hennar og átti appelsínugular kisur.  Við vorum vinir og gáfum hvor annari applsínur þegar okkur áskotnaðist sem var mjög sjaldan.  Margrét ég gef þér appelsínu við tækifæri!

Vogin vinkona mín hún var eldabuska hjá Rússnesku hirðinni, hún var ástkona unga prinsins og gátu þau eina dóttir sem varð fyrir mikilli úlfúð og ástleysi hirðarinnar.  Voginni og ungu dóttir hennar var komið fyrir á litlum sveitabæ við stóran lög og þar háðu þær hart en hamingjusamt líf.  He he he he, ég var að sjálfsögðu litla dóttirin.

Jæja nóg komið að sjálfselsku og fyrrilífs gríni.

Einn dagur til viðbótar bætist í sarpinn.  Tröllið er tilbúið en fær ekki skönnun fyrr en eftir helgina.  Birti það um leið og ég get.

Sjálfmenntun er ekki síðri nema plaggsins vegna.  Margir hinna rómuðu listmálara voru ómenntaðir og öðluðust ekki virðingu fyrr en eftir andlátið.  Menntun er máttur og það er tíðarandinn sem ræður ferðinni.  

Morgunsopinn bíður, allt tilbúið fyrir vænan íslenskan kvöldroða sopa!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Hahaha, já, gaman að spá í hvað hefur verið... þú hefur þó kennt mér smávegis í matreiðslu ;)

Vonandi gengur dagsprógrammið vel hjá ykkur!

Knús smús**

Elín Björk, 13.1.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Solla Guðjóns

HAHAHHHHAAAA..Þú kemst ansi nærri mér,en ég hef það fyrir víst eftir spámiðli að ég hafi verið SJÓRÆNINGI í fyrra lífi....úr þessu eða öðru lífi man vel eftir þér í samkvæmum,,,,,,,,,,,galvaskri og hoppandi.....þó ekki sem kengúru...en víst er að skrautlegur fugl sat á öxl minni meðan ég var sjóræningi

Solla Guðjóns, 13.1.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Solla Guðjóns

skemmtilegar pælingar hjá þér

Solla Guðjóns, 13.1.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: www.zordis.com

Já, eitthvað tínir maður til þegar tíunda skal eigið ágæti!  Elín, það fylgir okkur í gegn um lífin samvera og kærleikur, sjáðu horkúlukastarann og pabba! 

Ollasak, fuglaáhugi þinn hefur hvergi látið undan endan fagurkeri hvort sem með spjót eða tuskuna!

 Gott ef káetan var ekki úr skíra gulli!

www.zordis.com, 13.1.2007 kl. 13:22

5 identicon

hahahahha ... geggjaðar pælingar, geggjuð ævintýri. Skemmtileg lesning.

Hlakka til á sjá tröllið - málað í þessum ham, spennandi.

Það er nefnilega staðreyndin, þetta með plaggið - lykill sem opnar læstar dyr  Þetta plagg gerir svosem ekki annað fyrir þig - eða hvað , er ekki alltaf pláss fyirr fleiri rósir í vöndinn.

Gangi þér vel

Lisa (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 13:35

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Hákarl...passar alveg við mig sjávargeimveruna hehehe betur en það að eitt sinn fór ég í svona fyrri lifs könnun Fékk að vita það að ég hafði verið í skriðdrekasveit SS í þeirri seinni í austur evrópu

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 16:33

7 Smámynd: www.zordis.com

úllala Olafurfa .... smá hitlersbragur í gangi.   Ótrúlegt þetta fyrralífs spádóma kjaftæði eða æði!

Gaman að geta hugsað til þess að í einhverju lífa höfum við verið annað en nú! 

www.zordis.com, 13.1.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Já ég held að hundar og önnur dýr hafi alltaf verið mín í öllum mínum lífum veit að örninn og úlfurinn eru mínir verndarar og leiðbeinendur hef aðeins fengið að kynnast þeim Segi aldrei nei við appelsínu

Vatnsberi Margrét, 13.1.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband