Eftir stórgott gærkvöld á kínverskum stað með ofurfamilíunni og Zóta fjölskyldunni. Eftir að hafa tyllt efri vörinni á barm kristalsins þar sem í boði var Rautt eðal frá Spáni og glimmrandi Cava frá Spáni er tilefni til að hugsa hvað konu eins og mig langar að gera áður en ég dey!
Ef ég dey á morgun þá fæ ég vonandi mína fiðruðu.
Mikið djöfull er maður nú alltaf skemmtilegur í kristalsgallanum, ég er nýbúin að smeygja mér úr Boney M dressinu og er léttilega aum í afróinu. Bara skemmtilegur tími þegar bráðhuggulegu negrarnir dilluðu sér við taktfasta tónlist sína. Meir að segja lenti ég í partý með þeim!
Ást til sölu
10 nauðsynlegir hlutir áður en ég dey
1. Fara í brúðkaupsferð (je right)
2. Halda málverkasýningu með Tolla
3. Verða amma
4. Og langamma
5. Syngja í hljómsveit (Stuðmönnum)
6. Eignast þorp í Afríku
7. Verða betri manneskja (ekki erfitt)
8. Synda með höfrungum
9. Verða ekkja (hljómar undarlega, ha)
10. Verða ógeðslega rík og falleg.
Er nema von að þegar fólk setur sér kjánalegt fyrir hendur að útkoman sé með sama sniði. Ég þarf ekki að fara í neina brúðkaupsferð, fer bara næst! Hins vegar langar mig að halda sýningu með Tolla, mig langar að verða amma og langamma ef heilsan leyfir. Syngja í hljómsveit það hef ég gert að vísu ekki Stuðmönnum, svo einu sinni gaulaði ég inn á plötu , afi heitinn hélt að ég væri Ellen (ekki leiðum að líkjast). Varðandi þorpið þá væri gaman að geta lagt hönd á plóg og komið á fót hjálparstarfi en það er með þeim skilyrðum að þáttur n°10 rætist! Að verða betri manneskja er eitthvað sem allir vilja geri ég ráð fyrir í einhverjum skilningi þess að verða betri. Að synda með höfrungum held ég að sé guðleg tilfinning,veit ekki afhverju en svona heldur fólk ýmislegt. Að verða ekkja er kanski ekki eitthvað sem ég vill verða strax en ég vil ekki að eftirlifandi eiginmaður þjáist né sakni mín mikið

Að vera ríkur felst ekki einungis í fé og fegurð hlýtur að speglast frá góðum gjörðum, vill báða þætti þess að verða rík.
Sólríkur Sunnudagur læðir sér inn hjá okkur. Rjúkandi kaffisopinn var góður og ég held að þessi dagur sé einmitt dagurinn til að gera fallega hluti. Ef ég væri á þeim buxunum að eignast annað barn þá væri þetta tilvalinn dagur!
Gerum góðverk
Athugasemdir
kaffi kvitt
Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 10:17
Maður verður að vonast að ævin endist manna í það minnsta til að gera það skemmtilegasta! Hitt fylgir víst alltaf með
www.zordis.com, 14.1.2007 kl. 11:42
Þeir sem ég þekki og hafa synt með höfrungum segja það æðislegt
það er sko á mínum óskalista
Vatnsberi Margrét, 14.1.2007 kl. 12:35
líka hákörlum hehehe.....það er klikkun
Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 12:42
Væri til í að synda með höfrungum, veit ekki með hákarlana ... úff
Lisa (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 18:03
Byrjun á öllum gjörðum er að láta sér detta í hug,þinn frjógi hugi er sko í stuði núna.
Solla Guðjóns, 15.1.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.