16.1.2007 | 21:53
Einu sinni .....
Lísan á Voginni kom með athugasemd sem fékk mig til að hugsa dæmigerða setningu sem við notum öll öðru hvoru, "einu sinni var"! Bara þetta orð fær mig til að hugsa um Guðna Kolbeinsson hinn merka íslenskusnilling og rödd hans hljómar í mínum meira huga.
Einu sinni var ung kona, frá-sambúðar-skilin og þokkaleg til fara ásamt dóttur sinni er minnir einna helst á litla ráðskonu. Litla stúlkan sneri móður sinni hægri vinstri og gerir enn Við mæðgur eignuðumst lítinn hvítan bíl sem við máluðum bláan .... gaman gaman og nýr bíll. Við vorum sælar stöllur og þrifumst vel með hvor annari. Okkur var ætlað eitthvað stærra hlutverk í þessum heimi, og ákváðum að spila í Jókernum. Litla lukkutröllið mitt var búið að síendurtaka einhverjar tölur þar til móðir mín sagði "Gjörðu svo vel að taka mark á barninu" og skrifaði niður tölurnar.
Það hlýtur að vera ástæða fyrir þessu sagði mamma og benti mér á að nota þær!!!
Ég gerði það og ákvað að kaupa eina línu í lottóinu (mann ekki hvað þetta heitir lengur) og við unnum, dóttir mín vann og við med det samme til útlanda. Nehhhhhhh .... ekki med det samme en það sama ár nýttum við peningin sem við unnum og fluttum búferlum erlendis. Dásamlegt tækifæri sem ég þakka guði og góðu fólki fyrir því ekki stóðum við alveg einar í þessu.

Okkur gekk vel og ég man vel hvað afi heitinn hafði miklar áhyggjur af þessu brölti mínu. Ég var að sjálfsögðu á annari skoðun. Hafði um engann að hugsa nema litlu lukkudúkkuna mína og við værum í höndum guðs og almættis. Ef allt færi fj.til þá kæmum við glaðar heim eftir í það minnsta 6 mánaða ferðalag .................................. Og siðan eru liðin á níunda ár!
Með hugann við heppni og það sem við gerum úr því sem við höfum þá las ég áhugaverða um bók er fjallaði um heppni og heppni. Hver er munurinn? Jú Áunnin heppni er það sem við vinnum í á hverjum degi, sú heppni sem mætir okkur flesta daga og við njótum ávaxta erfiðis. Hins vegar er heppnin sem fellur af himni ofan sem snerti okkur mæðgur eitthvað til að koma okkur af stað og getur valdið í senn óhamingju sem hamingju. Allt fer það eftir því hvað við gerum við heppnina.
Jæja Lísan mín, takk fyrir þessa hugsun! Áður var ég tóm en litli handmálaði bíllinn fékk mig til að hugsa um 500 ltr frystikistuflutningana, frostrósirnar á rúðunum og þá yndislegu vináttu sem þú hefur gefið okkur mæðgum. Það er bara gaman að hugsa til góðu minninganna!
Hugurinn er óstöðvandi einni lítilli hugsun sem þú skaust í kollinn á mér!
Gott er að vera einfaldur
rauðhærður og mjúkur
á meðan eigi tvöfaldur
ráðríkur og sjúkur
Gerðir þú eitthvað fallegt í dag?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Athugasemdir
gerði eitt fallegt i dag hehehehe
Ólafur fannberg, 16.1.2007 kl. 22:40
Já, ég hef nú heyrt söguna en finnst hún alveg jafn spes fyrir það, enda ertu töfradís :)
Knús og nætí nætí sætust!
Elín Björk, 16.1.2007 kl. 23:39
Haha Lísa hefur sagt mér söguna,,,,,sem gerðist svvona rétt út undan mér
Indislegt líka hvernig vinátta ykkar Lísu byrjaði
Solla Guðjóns, 17.1.2007 kl. 10:37
Lísan mín, það er í athugun! Keramik og myndlistarnám ..... er það eitthvað fyrir Zordisina!
Rabbarbararuddinn, bilaða ljósritunarvélin, ofurskemmtilegar kerlingar eins og við erum ... getur ekki verið betra! Tröllasúruvín er réttnefni á það grugg er við bergjuðum á í den. Krúslukremja!
www.zordis.com, 17.1.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.