17.1.2007 | 13:44
Tröllvaxinn og dónalegur karl ....
Ég var búin að lofa að birta teikningu af af tröllkarli einum er ég hitti ekki alls fyrir löngu. Maðurinn var afskaplega ófrýnilegur sýndum sem þarf ekki að vera = að hann sé ófríður að innan.
Eftir hrjúf orðaskipti og yfirlýsingar hvað ljótleiki sjálfs míns og minna kollega væri mikill, við of gömul, sumir feitir og aðrir bólugrafnir og meir að segja að "við" værum ekki andlega undir það búnar að myndast. Þar sem ég starfa er enginn ljótur og ég vil meina að dónalegi tröllkarlinn hafi ekki verið ljótur þrátt fyrir ófrýnileika sinn í gerð og háttum. Grínið hans var of mikið fyrir mig sem kalla nú ekki allt ömmu mína. Sálarhryggð er kanski frekar orð sem væri útnefning á svona fólk.
Andlitsmynd af blessuðum karlpungnum.
Ekki beint frýnilegur en hefði getað breyst með ljúfri og jákvæðri framkomu. Ég veit líka að það að koma í lokaðan hóp getur verið erfitt en þeir sem gefa sig út fyrir að vera professional fagaðilar geta lokað. Bara fyndið og óska ég Trölla sem á sér nafn alls hins besta!
Texti sem fylgir er á þessa leið;
Tröllið
Fegurðin er það sem augað nemur
Sé sál þín full af harmi
mun Guð almáttugur
vísa þér veginn
Fegurðin er þín eigin sýn á lífið
Blessaður maðurinn lét ekki sitt eftir liggja og sendi okkur reikning sem við greiddum.
Góðar stundir!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
svo trölli lítur svona út..
Ólafur fannberg, 17.1.2007 kl. 14:00
Hæ, skemmtileg síðan þín. Takk fyrir kvittið hjá mér.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.1.2007 kl. 15:19
Ljóti kall
gaman að fá að sjá þig óbermi.
Flott teikning hjá þér
Solla Guðjóns, 17.1.2007 kl. 17:09
hehehehe, flottar dúkkurnar hennar Önnu .... snillingur þessi stúlka!
www.zordis.com, 17.1.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.