20.1.2007 | 23:25
Falskar tennur í bláum poka og loðnir leggir .....
Það er ekki að spyrja að næturlífi frúarinnar. Það er orðið spurning hvor megin betra er að lifa???? Með ólíkindum hvað draumheimar eru skrítnir og ótrúlegustu hlutir gerast, trekk í trekk.
Þrátt fyrir drauma og fyrralífshjal við vinkonu þá héldum við fjölskyldan í verslunarleiðangur. Eitthvað sem mér leiðist mjög. Hugsa stundum hvað ég sé ómöguleg að hafa ekki áhuga á skipulögðum verslunarferðum. Skanna allar verslanir í leit að betri búðum, sniðum og verðum. En, ó nei, mín er ekki þannig og vill helst halda sig heimavið og viðhalda kríuhvíta húðlitnum!!! Verð sennilega slétt og fögur ellimey. Dóttir mín á sko ekki skemmtilegustu móður þrátt fyrir að hún sé dugleg að kynna mér kosti mína.
Við náðum að versla á soninn, dótturina og móðu innkaupa klónna, allir nema fjallið komu heim með flík. Við enduðum verslunarleiðangurinn á því að fara í stórmarkað sem selur allt frá rækjukló að gæludýrarottum! NÁKVÆMLEGA!
Þegar við vorum komin að kassanum ..... þar sem fjallið brosir og borgar laumaði frúin sér í gæludýrahornið. Mig langaði óskaplega í eitthvað ........... Margrét þú hefðir alveg getað fundið þér eitthvað þarna því úrvalið var allþokkalegt af dýrum.
Óðar kanínur að reyna að títa, fjörugur hvolpur sem vildi koma heim með okkur, hamstrar, mýs, gæludýrarottur ..... (ohhhhh þær eru með oggulitlar hendur eins og menn) Mér varð að spurn hvort þetta væru skipsrottur en þetta eru rottur sem eru ræktaðar á rannsóknarstofum og eiga að vera hreinar! Ég er ekki mikið um rottur, hef einu sinni séð rottu í Vesturbænum og ég fékk svona hroll Oj tilfinningu, svo sá ég eina dauða á Djúpavogi og fékk líka þennann hroll Oj tilfinningu og svo núna áðan ..... tilfinningin var blendin ekki beint svona hroll Oj tilfinning en meira svona frost tilfinning niður hrygginn! 9 evrur stk og svo bara upp í rúm með krílið!

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Meira að segja ég sem er eins og kríuskítur væri til í verslunarferðir í hvað? 15-20° hita - stefni meira að segja á eina volga.
Stundum langar mig í gælurottu, t.d núna.
Svipaðar draumfarir hjá þér og mér "I wonder why" - en oft er ekki allt sem sýnist.
Lisa (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 00:52
Rorran á tilbosinu er ekki eins ógnandi og alvöru rotta en ég vil hvorugt

loðnir leggir bara gott,falskar í bláum poka???

Solla Guðjóns, 21.1.2007 kl. 10:48
Rottur já, ekki finnst mér þær spennó heldur!!
Elín Björk, 21.1.2007 kl. 12:09
Lab rottan sem ég sá var hvít og kjötmikil. Hún var steinsofandi og minnti mig á barn. Hendurnar á þeim eru eins og míní útgáfa af höndum. Hún var með andlitið klesst út í glerinu og var svona eins og við mennirnir og slefaði smá. Ég útiloka ekki að ég fái mér gælurotta ...... Fann tengsl!
www.zordis.com, 21.1.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.