21.1.2007 | 11:46
Innri Ró
Var að spjalla um íhugun við vinkonu mína og það er hlutur sem ég geri nokkuð reglubundið. Fer í annan heim þegar ég fer í mína daglegu kjallaraskoðun. Ég leitast hins vega við að vera á aðalhæðinni þar sem kærleikurinn flæðir, lætin í börnunum og ástleitið uppvaskshljóð þegar Fjallið er að vaska upp eftir kvöldmatinn sem hann eldaði. (reyndar er ekkert nema salöt í boði þessa vikuna) ... Heilsuátak í gangi!
Innri ró er mér mikilvæg því ég fer auðveldlega í tætlur. Að sjálfsögðu leynir kona því eins og hún getur því enginn vill vera eins og opin bók frammi fyrir umheiminum. Við seljum það sem við viljum og það sem hentar hverju sinni. Við sýnum nákvæmlega það sem við viljum. Stundum förum við reyndar aðeins yfir strikið en þá er það væntanlega okkur sjálfum til góðs þegar upp er staðið.
Erum við á réttri leið, vitum við það nokkurn tímann og á hvaða leið nema þá að losna. Ég stefni á að losna í lifanda lífi, finna sæluna í hverri frumu á hverr mínútu sem líður. Ég ætla ekki að bugast af stressi, vanlíðan eða reiði. Ég er vissulega með erfitt markmið og þótt það taki allt lífið þá vonast ég til að fara sæl í likbrennsluofninn eða ætti maður að huga að líffæra innlögn.

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Allt er vænt sem vel er grænt ;)
*Knús til þín vinkona*
Elín Björk, 21.1.2007 kl. 12:16
Vá, en æðislegt! Ég verð að prófa svona íhugun, er stundum svolítið stressuð innra með mér út af fánýtum hlutum. Sest maður bara niður, tryggir sér frið og fer að anda og hugsa? Einhver tónlist með eða ... ráðleggingar frá þér upp á Skaga?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 12:31
Ég næ að kúpla mig út við að mála og ég tel að ómeðvituð íhugun er þegar við njótum okkar, hvort sem er við hlustun á Boney M, Mezzoforte. Það er líka ofsalega gott að ganga í fjörunni!!!
Við stundum öll ómeðvitaða íhugun en meðvitað er best að byrja að slaka á og anda reglubundið taktfast og anda frá sér því sem íþyngir hverju sinni. Finna litla klofann og henda stressorminum á braut!
www.zordis.com, 21.1.2007 kl. 12:54
Já, þetta eru nú meiri snilldarmálverkin hjá þér! Æðislegir litirnir líka! Átti alltaf eftir að minnast á það. Hef skoðað þau í myndaalbúminu mér til mikillar ánægju!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 13:02
Mér finnst einfaldlega gott að skoða fallegar myndir - Gott að gleyma mér, auðga andann og næra sálina.
t.d á zordis.com og bjorkin.com:)
Lisa (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 15:20
Að finna leið til slökunar og dýpri kyrrð er frábær leið til að njóta betur lífsins og vera í núinu,mína slökun fæ ég mikið í Rope Yoga og eins heima við góða tóna og frið verð alltaf að fá smá tíma fyrir mig með mér. Held að við eigum öll ýmsar grímur sem við sínum umheiminum og sérstaklega þegar sálin er í sárum.
Vatnsberi Margrét, 21.1.2007 kl. 17:47
þórdís og björkin gleðja mitt auga og með tíð og tíma eignast ég verk eftir þær báðar,á nú þegar zodisi.það er gott að eiga stund alein með sjálfri sér....annars er ég sammála öllum kommentunum
Solla Guðjóns, 21.1.2007 kl. 21:55
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.1.2007 kl. 23:42
Sæl Zordis; rakst hér inn í gegnum bloggarauppáhald mitt, Gurrí á Akranesi. Líst vel á þessa síðu þína og finnst þú í góðum pælingum. Hef enn ekki komið mér upp Moggabloggi, ætla að fylgjast með Gurrí & ykkur hinum fyrst! Vertu velkomin á www.123.is/gudnyanna. Bestu kveðjur, GAA
GAA (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 23:54
"Innri frið er hægt að öðlast með þeim einfalda hætti að láta eigin hug í friði"
-en mikið svakalega er það erfitt
Lisa (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 03:03
það er yndislegt að finna innri frið og ró .... ekki langt síðan ég fann slíkt fyrst
Margrét M, 22.1.2007 kl. 11:36
Þegar ég lærði að það er hægt að íhuga og vera í friði alltaf, hvað sem maður er að gera fór lífið heldur betur að breytast. Þegar maður uppgötvar að flest allt er í raun blekking og það eina sem skiptir máli er hvernig manni líður innnra með sér og þaðn verði allt til er ekkert erfitt að muna að vera í friði. Hætta að l´æata blekkinguna stjórna.
Grænt knus til ykkar allra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2007 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.