18.5.2010 | 19:52
Stundum ....
.... Sólin skín og sendir geisla sína til jarðarinnar þar sem litlu mennirnir leika sér. Stundum er sólin í felum og við söknum hennar svo kemur hún og gleður okkur óendanlega.
Áhyggjur verða af engu og kærluleysisleg sumartilfinning vex í hjartanu. Í dag var hlýtt og ég hitti skemmtilegt fólk frá Íslandi. Það er svo gaman að hitta fólk sem gleður og kætir
Svo koma dagar þegar sólin skín ekki og skúrir eru í hjartanu er vökvar hamingjufræið. Það er sniðugt að rækta hamingjufræ í hjartanu og ákveða að dagurinn í dag verður sá besti. Að vera meðvitaður um að við erum ólík og í misgóðu andlegu ástandi, bera virðingu fyrir hvort öðru og virða ekki síst sjálfið okkar ....
Sæt í kvöld, olía á striga
Ég er sæt í kvöld, olímynd á striga sem ég málaði fyrir langa löngu og hangir í herbergi heimasætunnar. Orðin gæla við okkur og tilfinningin innra fegrar umhverfið, verum jákvæð, allavega stundum því þá er lífið svo miklu betra.
Og svo læddi nóttin sér inn. Litlar sálir þurfa hvíld, góða nótt í nóttina og góðan dag í daginn þinn ....
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2010 kl. 20:00
Æjjj ..... Takk mín kæra og sömuleiðis!
www.zordis.com, 18.5.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.