Í blíðu og stríðu ....

Þegar hugurinn er auður og kallar hvorki frambros né birtu.  Þegar kona horfir áangan blóma og finnur ekki ilminn. Þegar orðin hætta að hljóma og löngunin er lítil sem engin.   Hún lokar augunum og sér sig ílausu lofti. án vængja án alls .... hún er týnd í sjálfri sér, alein.

Sumir dagar eru hvorki né í tilfinningalífinu,litbrigðin týnast í grámu skuggans og hugurinn fellur eins og lauf aðhausti.  Að snerta jörðina, finnamoldina og kærleika móðurinnar er ávallt huggun, ávallt staðfestingtilverunnar.

Eitt andartak með þér á ljúfri leið.  Þú tekur hönd mína og leiðir mig þínaleið, þá leið er sýnist besta .  Að leiðast saman í eilífðardansinn þann eina sem okkur var ætlað.

Stundum þá er hið augljósa hulin stjarna erglitrar í hjartanu og ferðast á ógnarhraða um líkama þinn, um líkama minn envið sjáum ekki ljósið fyrir birtunni er skín svo skært.  Stjarnan þín og stjarnan mín!

Að lýsa hvort öðru leið, að finna kærleikansslátt í hjarta þínu og þú í mínu.   Tvö en samt eitt í hvort öðru.

Að týna sér í ást okkar og falla í ljúfu loftián þess að finna ilm ástarinnar, án þess að finna hljóm dýrðarinnar og án þessað finna rödd kærleikans.

Að elska er sú gleði sem við gefum hvort öðruég í þér og þú í mér.  Að finnahamingjuna á öllum tímum jafnt ljúfum sem sárum.   Í þér vil ég finna frið þess er leiðir mig á öllumtímum.  Hamingjan er dansinn semvið stígum í blíðu sem stríðu Heart

Birta 

Birta, olía á striga 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Skeytt úr word og virðist sem sum orð liggji saman á síðunni en ekki í færslukerfi svo ég get ekki lagað neitt. Biðst velvirðingar á þessum villum!

www.zordis.com, 24.5.2010 kl. 14:49

2 identicon

Fjölbreytileikinn er bestur, hvað væri birtan án skuggans? Bara status quo?
Knús á þig englastelpan mín, æ hvað mig hlakkar til að knúsa þig!

Elín Björk (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband