22.7.2010 | 10:11
Að eiga aðra að ....
.... Finna til þess að við erum ekki ein, aldrei ein alveg sama hversu einmanna okkur líður!
Það er göfugt að geta verið innan handar, verið til staðar fyrir aðra, tala nú ekki um þegar þú finnur fyrir kærleikanum. Ég naut þess að leita til mér fróðari manneskju er vissi nákvæmlega hvar og hvert ætti að leita svara. Ég er innilega þakklát fyrir þann stuðning er ég fann frá viðkomandi í öðru landi er brást strax við.
Í einfaldleikanum verða flóknustu hlutir eins og smjör í höndunum á okkur, er minnir mig á auglýsingu Ríó Tríósins. "Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður ......... "
Það eru heitir dagar á Spáni og sjaldan að kona þráir goluna við strendur Atlantshafsins eins og nú
Ísland, olía á striga / í einkaeign
Íslandiði heillar og kallar.
Lífið í heitu landi er hins vegar gott, mjög gott! Í dag þá stendur til að hvílast fyrir komandi vinnuhelgi og ferðinni er heitið að ströndinni með hráefni í paellu. Við munum gleðjast með vinum sem eru komnir frá landinu kalda og eiga góðan eftirmiðdag ....
Ég á mér aðra að og elska það.
Lífið er fallegt á fimmtudegi!
Og skemmtilegt!
Í sólinni, pastel á pappír.
Gæti verið sjálfsmynd af konunni?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Athugasemdir
Ég var að velta fyrir mér.... hvað voru hrafnarnir margir í draumnum þínum hér um árið?
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2010 kl. 15:02
Þeir voru 3 eða 4, var ekki viss þegar ég vaknaði en þeir hrundu 3 af himnum ..... Líklega 3 en eins og ég segi ekki viss! Einn í óvissu .....
www.zordis.com, 24.7.2010 kl. 21:52
ok....
En þá að léttara hjali. Nú fer að styttast í þig ekki satt?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2010 kl. 01:22
takk fyrir ljæufa færslu kæra kona :o)
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2010 kl. 07:46
Knús á þig engillinn minn! Paellan var dásamleg, takk fyrir kæra stund!
Love love love til þín mín yndiskæra
Elín Björk, 29.7.2010 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.