24.1.2007 | 20:08
Hlátrasköll og kjánaskapur
Eftir annasaman dag þá hittumst við stelpurnar í listaklíkunni til að skiptast á einhverju fróðlegu og skemmtilegu. Það er ekki erfitt þegar flæðið er sem það er! Við ræddum ekkert um listsköpun né börnin, töluðum varla um karlmenn en hlógum eins og tvær snyftir út í eitt!
Jedúdda mía, hvað það var gaman hjá okkur og það sem er kanski fyndnast að ég man varla hvað við vorum að pískra né hvað var svona gleðilegt! Ég held að þessi hláturgusa jafnist á við "lagningu" í 20 mín eða slökun í nuddbaði! Ætli Kvöldroði frá kaffitár hafi verið farinn að gerja?
Það er ekki nema von að sagt sé að hláturinn lengi lífið. Hann frískaði upp á annasaman dag og svei mér ef mér líður bara ekki betur eftir þetta gleðikast.
Ég er búin að fá bréf frá fólki sem segist elska mig sem er þónokkuð því ást er oft bundin skilyrðum, maðurinn minn er með lafði leggjaprúð í Portugal og lætur sér líða vel á 4urra stjörnu hóteli við rætur Atlantshafsins, náttúrufegurð geysileg og líkur eru á að hann skili sér heim fyrir helgi. Hlakka bara til að sjá Fjallið mitt eftir heillar vinnuviku aðskilnað.
Ekki úr vegi að sýna ykkur fjölskyldumyndina Álfasteina. Held ég hafi náð okkur þokkalega
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha
Já hláturinn lengir skoho lifið - skulum við vona allavega, þó svo hornaugunum geti farið að fjölga
*Knús*
Elín Björk, 24.1.2007 kl. 20:50
Solla Guðjóns, 24.1.2007 kl. 21:59
Hey já yndælis fjall þetta og þið álfasteinarnir
Solla Guðjóns, 24.1.2007 kl. 22:00
Hlátur er allra meina bót er sagt og sumir borga fúlgu fjár fyrir hlátur námskeið til að fá betri líðan.
Vatnsberi Margrét, 24.1.2007 kl. 22:11
Já, Guðmundur, það næst besta! Alveg sammála þér .... þegar það besta er að heiman þá er gripið til hláturpokans.
Já, stelpur sunnan snyftir og klakakerlur!!! Það væri æði að taka saman hitting þegar snyftirnar skella sér norður eða klakakerlur suður ..... Setja í nefnd!
www.zordis.com, 24.1.2007 kl. 22:13
Ólafur fannberg, 25.1.2007 kl. 08:21
Solla Guðjóns, 25.1.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.