Grænklæddur karlmaður .....

Heima hef ég setið í allt kvöld og unnið að "ritstörfum", fundið staðhæfingar, ummæli, texta og þýtt í gríð og erg.  Ég náði loks sambandi við hláturs-sérfræðinginn minn og fundum við út að slatti af vinnu til helminga við þjálfaðann og æfðann markvissan hlátur væri gott mál.  

Mig langar að taka það fram að starf rithöfundarins í mér liggur kæfisvefni og þess ber að árétta að ritstörf eru einkum fyrir aðra. Sideways  þá sem njóta!

Hér hef ég setið í allt kvöld á vaktinni, búin að eiga góðar stundir og nýt þess að geta knúsað börnin á milli þess sem orð far á blað!

Fjallið mitt er  að nálgast heimkynni sín eftir loðlappalady frá gölnu landi og ekkert nema gott um það að segja.  Ég ákvað í tilefni dagsins að hafa samband við smurbrauðsstofu bæjarins og panta snittur, búin að kæla kampavínið og búa um rúm!  Allt reddý fyrir fegursta fjall veraldar!

En, að undirbúningi komu herrans þá hringdi dyrabjallan!  Börnin sofnuð og frúin ein við skriftir í kotinu.  Hver var á ferð?  Mér var hugsað til fárra þar sem ég á fáa vini sem eru færir að vera á næturvappi, hehe enginn af þeim sem ég þekki og kalla vin geta verið að flækjast eftir myrkur!

Við erum með gægju gat og þar sá ég fagurlimaðann karlmann standa (ég hugsaði, hefur fjallið grennst? ) nehhhhh.  heldur löggustrákur sem ég bauð inn, full verndar og öryggis!

Það var verið að boða mig til héraðsdómstóls Torrevieja bæjar þar sem ég hafði kært innbrot!

Nú er kominn tími á, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.  Ég mæti ...... full eftirvæntingar ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svona fjöll eru æði. Mitt fjall er mín besta gjöf ever. Hann er fjall af góðmennsku og ótrúlegum sjarma sem heillar allar gamlar kour börn og blóm. Og mig mest.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Elín Björk

Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa færslu, minnist ósjálfrátt upplestrartímans :D

Gott að fá fjallið heim, ég hefði nú átt að hafa fátt þennan grænklædda í staðin ;)

Elín Björk, 25.1.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Elín Björk

*Já og knús til þín*

Elín Björk, 25.1.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: www.zordis.com

Sá græni hefði betur skutlast yfir!  Fagurlimaður drengur (milli 30 og 57)  OFSALEGA MYNDARLEGUR .... hugsanlega sá ég fjallið í óskandi dagrenningu!  

www.zordis.com, 25.1.2007 kl. 23:44

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert heppinn að fá fjallið heimminn er alltaf á fjalli,,,,hefði átt að koma heim í kvöld eftir 12 daga fjallaveru  en nee eitthvað problem og hann kemur ekki fyrr en eftir helgi

ERT að yrkja eða skrifa krimmasögu eða???

Solla Guðjóns, 26.1.2007 kl. 00:59

6 Smámynd: Ólafur fannberg

grænklædda geimveru hehehe

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 08:51

7 Smámynd: Margrét M

tek undir þetta er eing og að vera kominn inn í glæpasögu...þú skrifar svo skemmtilega

Margrét M, 26.1.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband