Einfaldur töfradrykkur í eldhúsinu heima

Af er það sem áður var þegar að konur og karlar oft kennd við töfra og kukl suðu saman seið og náðu úr sér hóstanum og því ílla er réðst á búkinn.

Allt gott má finna í garðinum okkar og úr því má handera töframjöð og drykki.  Þessa dagana nýt ég þess að súpa á soði gerðu úr engifer.  Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fara út í garð og næla sér í rótina en hún er eini hluti jurtarinnar sem er brúklegur í matargerð og neyslu.

Það er gott að vita til hversu breitt gildi engiferrótin hefur en með henni má lækna, ógleði, kvef, niðurgang svo eitthvað sé talið.  Einnig þá er seiðurinn góður til vatnslosunar og andoxunar. Ekki skemmir skemmtilegt bragðið sem er yfirgnæfandi og gott. 

Ég set engifer í nánast allan mat, passa mig á því að setja ekki yfirgnæfandi skammta svo aðrir njóti matarins með konunni.

 Svona er nú lífið skemmtilegt þegar við getum mallað og galdrað heima góðan mat og drykk.

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sauð mér töfradrykkinn um daginn og hann svínvirkar fyrir uþb 1/6 af verðinu út úr búð :)

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2010 kl. 22:06

2 Smámynd: Elín Björk

Ert þú svona garglakargl? Eða kona ;) Hef lítið notað engi-fer þó svo mér finnist bragðið með eindæmum gott.... Kannski maður, nú eða kona fari að nota þennan gargla grip :)

Elín Björk, 24.9.2010 kl. 00:28

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég elska engifer, sérstaklega í fiskréttum. Einu sinni fór ég út að borða og fékk heilan karfa borinn á borð fyrir framan mig, allan útskorinn og skreyttan enda um tælenskt veitingahús að ræða, og alveg löðrandi í engifer. Hefði dugað fyrir fjóra. En bragðinu gleymi ég ekki enda um sérstaklega rómantíska máltíð að ræða

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.9.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: www.zordis.com

Nú er það engifer og kanill sem eru í soðningu og ilmurinn er svo lokkandi og kynæsandi

www.zordis.com, 27.9.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband