2.11.2010 | 17:40
Kærleiksljómi
Ég heyri í umhverfinu þótt ég taki ekki þátt í andardrætti þess. Ungur drengur mótmælir lærdómi sínum, hann hefur engan áhuga og gerir þetta með hangandi hendi. Ef faðir hans stæði ekki yfir honum þá væri hugur hans í öðrum heimi. Mestu áhyggjurnar í loftinu er myrkrið er umvefur okkur slykju nætur.
Þegar konan leggur aftur augun opnast nýr heimur og hjartað tekur kipp, hugur flýtur eins og líkami í brimsöltum sjó. Hún sekkur ekki heldur finnur hreyfinguna í náttúrunni, andardrátt hins ferska er umvefur hana. Konan er örugg í eigin umhverfi, henni líður vel
Það er hins vegar ekkert öruggt, ekkert nema það eitt að við erum hér núna og ættum þ.a.l. að huga betur að þeirri tilveru er okkur var úthlutað. Í kærleikanum er svo margt fallegt, stundum sárt en umfram allt "rokkar" hann. Góð kona sagði mér að elskan færði elsku að sér, mikið er ég sammála þessari ljúfu konu því við getum hæglega laðað að okkur það besta, fengið það mesta með því að gefa á móti. Jafnvægið í lífinu, vega salt eins og 3já ára hnáta með þykka húfu og risadúsk, hlæja og vera frjáls.
Þessi 3ja ára hnáta getur verið jafn frjáls og hún var þá, meira meðvituð um stund og stað í sömu gleði og áður. Leikurinn heldur áfram, endalaust frá einni stjörnu til annarar Og þessi þriggja ára hnáta gæti verið þú nema um snáða ræddi.
Kærleiksljómi
Í nóttinni fæðast sögur og margir fara á stjá!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú ert yndisleg. Hvort sem þú ert þriggja ára eða nokkrum árum eldri
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2010 kl. 17:46
Takk elskling, þú ert það líka milljónfalt
www.zordis.com, 2.11.2010 kl. 20:11
Knús á þig kona
Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.11.2010 kl. 13:02
Sömuleiðis Guðborg
www.zordis.com, 4.11.2010 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.