4.11.2010 | 16:07
Mig langar svo,
mig langar svo að lyfta mér á kreik
Fallegur dagur, sólin skín og skartar sínu fegursta, 25° um hádegisbil og ströndin var þéttsetin af busslurum og ofurkroppum er drukku í sig geislana. Það hefði verið notalegt að geta lagt svörtu fötin til hliðar og erlent verkefnið á hold en það var ekki í boði. Ég sat í fallegum BMW bíl, með ungum herramanni og viðskiptavinum mínum. Hugur okkar allra var annarsstaðar og líklega vorum við öll búin að koma okkur fyrir í sandinum með sólhlíf og góða bók.
Raunveruleikinn var annar og gagnasöfnun átti sér stað. Ég lauk deginum og hélt heim á leið eftir að hafa kvatt fólkið, unga manninn og náð í bílinn minn. Abba glumdi í geislanum og ég söng með, mamma mía er svo skemmtileg mynd og lögin gleðja endalaust.
Nýtt líf í Nóvember átakið heldur áfram, mikil vatnsdrykkja og grænmetis át ásamt mikill hreyfingu er mottóið. Ég finn strax hvað mér líður betur þótt að viktin segi ekki stórkostlegar tölur en samt! Ég er persónulega ekki fylgjandi viktinni því þú finnur best á fötum hvað þér gengur vel. Hins vegar er viktin ágætis viðmið.
Þótt að veðrið sé gott þá ber á haustinu, það gjólar meira og kvöldin eru kaldari. Köld kvöld og dimm kalla á kertaljósin er kveikja á því fallega er lifir í hverri sál. Í ljósloganum getum við fundið samhug sálar og horft inná við. Við ættum að gefa okkur tíma til að losa fallegar hugsanir úr læðingu og senda áfram svo kærleiksrík hringrás myndist. Haustin eru svo falleg svo undurfögur!
Kona með ávaxtaskál
Af ávöxtunum skulum við þekkja þá.
Voru það ekki Silli og Valdi sem voru með þetta slagorð?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jú... eða Lífstykkjabúðin
Það er alltaf gott að setjast niður hjá þér og fá sér einn te te
Hrönn Sigurðardóttir, 4.11.2010 kl. 16:19
Hehehe Já, helduru það "lífstykkjabúðin" hehe! Ég var að klára mitt te te og er ánægð með innlitið elskuleg
www.zordis.com, 4.11.2010 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.