8.11.2010 | 21:25
Jóla-hvað?
...... Árviss viðburður, jólin og allt trummsið í kring um þau.
Jólin eins og við mæðgurnar þekktum þau frá litla Íslandi voru varla svo mikið frábrugðin því er við áttum að venjast.
Fyrstu jólin okkar voru með íslendingum, hefðbundin og ljúf. Við vorum tiltölulega nýkomnar til Spánar og vorum með tilhlökkun í hjartanu yfir nýja landinu okkar. Fyrstu jólin voru bara yndisleg.
Svo leið að öðrum jólum og við vorum báðar árinu eldri háklassa íslenskar jólasvkísur, föndruðum, máluðum köngla og sungum jólalög. Einn liður í jólunum voru sögurnar um Grýlu og Leppalúða, óþekktarormana jólasveinana og jólaköttinn.
Ekki vorum við peningamiklar, sú yngri 4 ára og sú eldri 30 ára en við létum það ekki aftra okkur. Sú eldri vann á veitingastað með gömlu breddunni (sbr. fyrri færsla) og nurlaði inn smá aurum fyrir leigu, mat og því nauðsynlegasta á meðan sú yngri nam spænskuna í skólanum og var bráðnauðsynlegur þáttur í lífi móður sinnar. Jólin voru á næsta leyti, önnur jólin okkar en að þessu sinni var okkur boðið á spænskt heimili að njóta aðfangadagskvölds.
Sú stutta fékk fallegan fínflauelskjól og borða í hárið Svo yndislega falleg sem snótin mín var. Við vorum báðar boðlegar og héldum í jólaboð sem við gerðum ráð fyrir að væri eins og við áttum að venjast en svo var nú ekki.
Við vorum þær einu prúðbúnu og það er fyndið að segja frá því að mér leið pínu skringilega þar sem hinir voru hversdags og lítill heilagleiki á hátíðarhaldinu. Í góðum félagsskap varð kvöldið undursamlegt þrátt fyrir ólíkar hefðir og venjur
Jólagleðin
Í ár munum við upplifa tólftu jólin okkar saman og verður það ánægjulegt. Okkur þykir gaman og ljúft að taka þátt í spænskum jólum því þegar upp er staðið þá er það kærleikurinn sem skiptir mestu máli. Ekki hvað klæðir hlaðborðin eða hylur hold okkar. Íslensku jólin eru þau sem búa í minningunni, þau sem foreldrarnir sköpuðu með börnunum sínum og þykir mér afskaplega vænt um íslensku jólin.
Ég er í jólaskapi í kvöld, en þú?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Fallega skrifað ... og svo nákvæmlega rétt! Kærleikurinn er það sem skiptir öllu...
uppáhaldsjóla lagið mitt er; jólagjöfin mín í ár- ekki metin er til fjár- ef þú aðeins vildir hana frá mér þyggja- jólagjöfin er ég sjálf.. hvorki af hluta til né hálf..la lalalallla.....
<3 <3
flottur penni Zordís - klæðir þig þar sem þú ert líka flott kona og stelpan þín er demantur :*
antonia (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 21:40
Takk Antonia mín, jólin eru svo yndisleg og það sem skiptir máli er fallegur hugur Tólftu jólin okkar á Spáni sem verða að vonum yndisleg. Jólalagið sem þú nefnir er æðislegt!
www.zordis.com, 9.11.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.