Kaffisopinn ....

....  Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að sjálfsögðu að opna augun.  Úthvíld eftir góðan gærdag, varð ýmislegt ágegnt og naut þess að mála og leika mér og endaði svo daginn á spinning.

Ég er enn á náttfötunum, stuttbuxum og stuttermabol og klukkan er hádegi.  Það er í lagi því í dag vinn ég heima og get verið nákvæmlega eins og mér hentar.  Rjúkandi kaffið bunaði í rauðrósóttann bollann og rann ljúft niður.  Ég útbjó morgunverð fyrir okkur hjónin þegar börnin voru farin í skólann og fékk mér annan kaffi InLove

Alltaf gott að fá pönnuristað brauð í vömbina og skola niður með rjúkandi kaffi.  Mitt í þessari heilögu stund veitti ég því athygli hvað það var mikið russlarý allstaðar.  Ég greip til hendinni og kom þessum ósköpum í form þannig að nú er yfirborðsfínt hjá mér.  Get sko alveg tekið á móti kaffigestum og jafnvel sett í pönnsur!

Nú sit ég með kallt kaffið og sötra á því og finn að það er líklega best að koma sér í einhv. fatnað og ljúka þessum morgni. 

 

Þakflís rustico

3 kaffibollar á dag koma skapinu í lag.

Lífið er ljúft og gott, stundum hrúft og vont en ávallt leiðir það okkur á réttu staðina.

 

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er gott að vera á náttfötum fram eftir degi með kaffibolla og tölvu sér við hlið :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er vissulega ljúft!  Ég fór í föt rúmlega um hádegisbil og aðallega vegna þess að mér var kallt!  Svo er það einn kvöldbolli núna !!!

www.zordis.com, 16.11.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband