30.1.2007 | 16:57
Þeir sem aldrei verða veikir ....
Verða kanski slappir, ræfilslegir eða bara með ónot. Ég veit ekki hvert af þessu hrjáði mig skyndilega og ég náði mér í feitustu kríu alheimsins.
Krían kom og stakk mig í hausinn sem orsakaði minnst 12 klst svefn. Ég var með óráði = ónot og hélt ekki höfði = ræfilsleg! Vaknaði upp í morgun eftir kappkost hugarins að veikindi eru fyrir aðra. Já, kerlingin ar bara lúin og fór á fund guðanna og samdi um reglulegri hvíld og hófsamara líferni.
það er bara vanræksla að missa blogg dag úr og mér þykir miður að hafa brugðist ykkur á þennan hátt. Vona að það gerist ekki aftur því það hefur sýnt sig að bloggvináttu skal rækta. Ég hef ekkert í sum ykkar sem bloggið margsinnis á dag en geri mitt besta.
Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég þakka fyrir að hafa verið með lifrarbólgu hvetjandi töfraefnið Herbalæf. Maðurinn minn spurði hvort leti og kynferðislegt áhugaleysi gærkvöldins, gæti verið tengt inntöku duftsins en nehhhhh, held ekki! Þetta var einfaldlega tími til að endurhlaða þann dásemdarbúk er umlykur eilíft líf. Nú er ég "skoho" tilbúin að takast á við næstu 8 ár! Það er gott að verða ekki misdægurt og í raun forréttindi að hlúa vel að sér svo heilsan haldi um ókomin ár. 7-9-13 Það er aldrei að vita hvenær maður / kona stígur trylltan dans við fulltrúa andlátisins, fram að þeirri stundu er betra að vera með brosið sitt og tilbúinn í slaginn.

Ég lifi enn
Þú ert góður þegar tíminn er réttur.
En, fram að því haltu þig heima fjandsami vinur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er orðið langt síðan ég hef orðið alvöruveik! Slappleiki, hausverkur, stíflað nef einn daginn og svo AHHHBÚ daginn eftir. Draumastarfsmaður sem mætir alltaf fyrst allra í vinnuna ... ef ég næ að vera á undan prófarkalesurunum sem gerist stöku sinnum, hehehehhe! Ef þetta heldur áfram skaltu endilega hlýða honum Guðmundi, hann virkar nú ansi klár
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 19:38
Láttu gera á þér skjaldkirlisprufu ef hann er of-eða vanvirkur hættu þá að taka HAPPÝLÆF annars halltu því áfram .....og svo ég miðli nú þekkingju minni á HÖRBÓ þá hefur það reynst sykursjúkum mjög vel við að halda blóðsykri niðri...En ok...byrjuð að blogga á þinni
Vona að þinn dásemdar búkur sé nú þegar búin að rífa þetta af sér
Solla Guðjóns, 31.1.2007 kl. 00:43
Ekki gott að vera veikur. - virkilega vont að fá svona kríu í hausinn.
Lisa (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 01:13
Batnaðarstraumar, þó seint sé
Lisa (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 01:17
góðan bata
Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:38
láttu þér batna..
Margrét M, 31.1.2007 kl. 09:09
Bestu þakkir kæru b-vinir. Ég var strax betri eftir heljarsvefninn! Smá höfuðverkur en ekkert til að kvarta yfir! Tek svo rólegan laugardag um helgina.
www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 14:38
Hvað heldur þú
Hey ætla að senda þér póst 
Solla Guðjóns, 31.1.2007 kl. 18:24
RÓLEGAN HVAÐ? Hélt þú ætlaðir með mér á sápukúludiskó?!!!!???
Knús til þín sæt sætari sætust!!!
Elín Björk, 31.1.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.