1.12.2010 | 08:18
Morgunstundin ljúfa ....
Ég horfi á þig svartsleginn með gullið form á höfðinu, glæzilegur ertu kæri vin með þínar hnausþykku og stífu fjaðrir. Flögraðu nú uppí háloftin og færðu mér glýjuna er birtir í augum í þér.
Krunkaðu hátt og hafðu hægt því við erum svo mörg um þetta eilífðar kapphlaup. Ég sé djúpt í sál minni lífsbrot, þitt frelsi. Fljúgðu, fljúgðu hátt!
Miðvikudagsmorgun með kaffibolla í hönd, hugurinn flöktir eins og hvítt línið á íslenskum eftirmiðdegi. Ilmurinn af nýslegnu grasi teygir hönd sína í piparköku því jólin eru ekki svo langt frá. Ekki nema 23 dagar til jóla. Af nógu er að hyggja því allt á að gerast á svo skömmum tíma.
Allt hvað, spyr sálin sálina er rýnir í rjúkandi kaffibollann. Allt og ekkert, slaka á og njóta friðar. Fara jafnvel í guðshús og finna kærleikann er streymir í æðum okkar. Hlusta á kór líkamans er lifir daginn.
Það er hátíð á næsta leyti sem vonandi færir okkur öllum, kærleikann, friðinn og vonina.
Það er eitthvað svo jóló að sjá hann
rauðklæddan og rjóðann.
Sjálfan sveinka, hinn ljúfa
spúsuna sína kúra.
Fullsnemmt að segja gleðileg jól en gleðin ríkir þangað til.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vá, er þetta hóm meid piparkökuhús a la Zordis???
Elín Björk, 3.12.2010 kl. 22:00
Já, og nú er að leggja í hús númer 2. Alveg spurning að reyna að hafa það fallegra en frumraunina hehe
Knús á ykkur í piparkökugerðina.
www.zordis.com, 5.12.2010 kl. 14:45
Brilljant! Rosa flott! Ég hef ekki lagt í húsagerðina ennþá... sjáum til hvort úr því verði somdei :)
Knús á móti engill!
Elín Björk, 6.12.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.