16.12.2010 | 08:58
Töfrar
er búin að vera að galdra undanfarið, er þreytt en get ekki unnt mér hvíldinni fyrr en galdurinn er kominn í silkibúning og færður til himnahæða.
Lífið er geislabrot endalausra töfra, frá upphafi til enda er blik sem leiðir okkur áfram, eitt skref í einu þótt lítið sé.
Dagarnir líða hraðar eftir því sem takmarkið nálgast. Í augsýn sé ég þig, skínanadi bjarta fegurðina! Ég ber vanmáttarkend í hjarta og hræðist þig eftir því sem nálgunin verður sterkari. Þangað til, lifi ég lífinu með bros í hjarta og hamingjuslæðuna á öxlum.
Jólin nálgast, undirbúningurinn er í algjöru lágmarki því við munum skreyta og jólast í öðru landi en okkar. Það er tilhlökkun hjá börnunum að komast til heimkynna og hitta ömmu og afa, frænkur og frændur og vini. Tilhlökkun er skemmtileg eftirvænting.
Hamingjan
16. desember var kaldur ekki nema 2°C útivið en það var notalegt að kúra undir sænginni og hlusta á hvernig lífið vaknaði í kring um konuna. Svo tók dagurinn við og berfætta ég fékk rjúkandi kaffisopann, símtal frá Íslandi og pönnuristað brauð. Fjallið er í óða að þrífa ferðabúrið fyrir Bíbí en við erum að fara með hann í pössun til tengdó. Litla kanarý rassgatið er kominn í sparibúninginn og það verður vel hugsað um hann í fjallasalnum.
Ást í poka sem ekki má loka
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Bíbí krútt!
Styttist óðar í ðídei.... hlakka til að sjá þig sæta! Rakst á mömmu þina í dag, hún var að versla pakka handa ykkur -og nei, ég segi þér ekki hvað það er!!!! Hehehe!
Elín Björk (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:25
Já, ég frétti af ykkur stelpunum! Veit hvar þið voruð og notaði skyggnigáfuna og langaði bara að kúra í hlýjunni og mýktinni. Já, styttist og styttist en samt er nóg að dúttla fram að ðídeijjjj. Nú bíð ég eftir samtali til að geta bundið enda á lokaverkefni ársins, svo verður það pökkunaræfingar, flugseðlaprentun og punkturinn yfir i-ið verður svo heimilisþrif og jólatréð skreytt því við komum heim á Reyes ....
www.zordis.com, 17.12.2010 kl. 09:17
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 12:43
Gat skeð að þú lægir á gægjum! hehehehe! Svo jólatréð fær að skarta hátíðarbúningnum! Þú skutlar inn jólamyndum
Hér er smákökubaksturinn afstaðinn, síðustum kökurnar bakaðar í dag, svo á morgun verða væntanlega einhver þrif og svo jólapunt -Jólakortin þurfa víst líka einhvern smá tíma til viðbótar, tekur allt sinn tíma..... -júnó!
Elín Björk (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.