Með ó l í k i n d u m

.....  H v a Ð allt er ljúft!

Veðurblíðan er einstök, vel yfir 20° dag hvern og allt einhvern veginn eins og það á að vera. . . .

Það er nefnilega þannig þegar allt er eins og það á að vera að það getur breyst.  Ósjaldan sem þú lofar einhvern eða eitthvað og svo kemur það þér í opna skjöldu að kanski er hugur þinn að bera fólk og aðstæður á herðum sér.  En, það er kanski ekki eitthvað sem skiptir máli heldur er það mómentið, þessi stund, akkúrat núna.

Við getum haft áhrif hvort á annað, verið brosandi, ákveðin og glöð.  Gefið af okkur með ljúfri ró og blíðu brosi.  Verið við sjálf, það er gott að vera innan um fólk sem er það sjálft, geislar af lífskrafti og leiðbeint.  Já, það er svo mikið af góðu fólki til, allstaðar, hér og þar og út um allt.

Það góða kemur í öllum myndum, það kemur til okkar!

Desember mánuður er að færa sig uppá skaftið.  Ekki nema nokkrir dagar til Jóla.  Afi heitinn hefði orðið 102 ára í dag, getur ekki verið!  Það er svo stutt síðan við vorum að brosa saman yfir öllu og engu.  Hann var að spæja mig þegar ég var að brjótast inn heima hjá honum alveg að pissa í mig.  Hann vildi fá að vita hvort að skjátan kæmist inn.  Ég komst alltaf inn og hann bara brosti og sendi frá sér einstaka fegurð eins og honum einum var lagið.

Í dag á lítil frænka mín afmæli, hún Ida Þóra barnabarnið hans afa míns.  Bogamenn eru ljúfastir!  Rannveig hugarfluga á líka fallegu Ásdísi Önnu sem varð 2ja ára í dag InLove

Lífið er bara gott þegar upp er staðið

(gömul tugga sem verður kveðin áfram)

Svo er um að gera

að vera

í stuði

með Guði.

Með ó l í k i n d u m notalegt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skrifin þín koma skemmtilega spánskt fyrir sjónir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: www.zordis.com

  Já, hugtækið fær nýja vídd þegar kona er komin í spænskt magabelti og nælonsokka með nælu.  Knús á þig jólastelpa!

www.zordis.com, 10.12.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband