G-Óð í nóttinni ... á nýju ári.

Í þau ófáu skipti er kona leyfir sér að hugsa þá gerist ýmislegt!

Til dæmis hugsaði ég um ljósið og það endurkast sem kemur í myrkrinu.  Hvernig það má leiða heila hjörð áfram með smá týru.  Já ljósið er undravert!

Ísland er umvafið hlýju myrkurs þessa dagana þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja.  Ég varð óneitanlega vör við líkamsklukkuna og samskipti hennar við náttmyrkrið.  Yfirleitt dormaði ég fram undir hádegi í heimsókninni á Íslandinu góða!

Ég stillti símann til að vakna hálf níu á gamlársdag, skellti mér í spinning hjá Silmöru í Ræktinni í Þorlákshöfn.  Nafli alheimsin á síðasta degi árs, ræktin, þvottur og þrif og hátíðarmatseðill hjá foreldrum.

Held að kampavínið hafi farið ílla í mig, varð svo völt í annari tánni.

Svo kom nýtt ár með nýju ljósi, stjörnubjörtum himni og angan terpentínu fyllir vitin.

Himinn og haf

Himinn og haf

Olía á pappír, mynd í vinnslu

Einhverjar breytingar hafa átt sér stað frá því ég tók þessa mynd.  Dunda mér með nokkrar olíumyndir þar sem að olían er svo lengi að þorna.  Gaman að geta þess að í fyrsta skipti sem ég snerti pensil þá var það í olíu.  Þessa mynd á ég enn og hef nokkuð gaman af henni svona eftirá að hyggja.  Ég var að sjálfsögðu ofsalega sæl með myndina fyrir þessum x tug af árum hehe ....

42 ára á Íslandi

Talandi um tugi hér er gjemmlan 42 ára

Já, 42 ára og árið er varla byrjað.

Ekki orð um það meir því gamla konan þarf að hvíla sig.

 

G-Óða nótt elskan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Varst þú að mála myndina á veggnum bak við Írisi? Þú verður að setja hana inn í lit sætan mín!

Elín Björk, 13.1.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: www.zordis.com

Neibb ....  Þetta er Sara Vilbergs ..  Hreint stórkostleg!

www.zordis.com, 13.1.2011 kl. 22:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gamla og gamla.... ég er nú eldri en þú og þarf þar af leiðandi meiri hvíld þá.

Lovjú stúlkubarn og hlakka til að eiga lopavettlingastund með þér á ströndinni La Zenia

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband