15.1.2011 | 09:55
Að elska ...
Það er eitthvað við alla þessa fegurð. Í margskonar myndum, gerðum og formi. Ilmur fegurðar er yndisþokkinn sem mætir okkur, þín nærvera er gleður.
Eitt sinn sem ung kona gekk ég niður Vesturgötuna í Reykjavík, framhjá Naustinu gamla. Mætti þar fyrir langafa mínum sem hafði farið á sinn samastað mörgum árum áður eða þegar ég var 9 ára gömul. Ég skeytti því litlu en fékk þær fallegustu hugsanir í litla hausinn minn sem ég ber með mér enn.
Hvort sem þetta var "afi" minn eða minn eigin hugur er fékk þessa dásamlegu frelsun verður ósagt látið. Hins vegar frá þeirri stundu sá ég bara fegurðina er fólk eða hlutir báru með sér. Geta splæst "gullhömrum" (hvað er eiginlega með þetta orð gullhamrar ??? ) .... Gullfallegar hugsanir um allt sem nálgast mót þitt dag hvern. Við þurfum á því að halda að fá fegurð orða í hjartastað. Við eigum öll í stríði við tilveruna er leiðir okkur þetta lífsspor.
Nýlega hugleiddi ég hvernig við gætum búið í betri heimi, hugleiðing svo margra! Niðurstaðan er ekki einföld en við getum þó byrjað á því að bæta heiminn með betri veru í sjálfum okkur, vera betri og þjóna meir þjóðinni, heiminum eða geiminum.
Í dag er laugardagur, góðir gestir munu koma í heimsókn, það lífgar að eiga góða vinastund. Svo sannarlega!
Olímynd í vinnslu
Já, þetta verður notalegur dagur, úti hafa skýin stillt sér upp í fallega halarófu. Sólin og skýjin eru að fara í feluleik. Skýin telja upphátt, 1-2-3-4-5 ....... Kabúmm !!!
Vonandi finna þeir sólina litlu hnoðrarnir. Við förum kanski út að leita eftir matinn?
Bláberjalegið lambalæri er í þann veg að fara í ofninn, hægeldun verður það því þvílíkt og annað eins læri á skepnunni, hið hálfa hefði dugað. Rauðkálið og Ora baunirnar ætla að taka tangó á hádegisverðarborðinu. Franskar kartöflur troða sér með til lítils fagnaðar móðurhjartans en það verður að þjóna öllum er setjast til borðs. Það er gaman að undirbúa matarboð og líklegast er best að saxa niður í miðjarðarhafssalatið og kæla hvítvínið fyrir komu gestanna.
Rósinkrans syngur yndisfagurri röddu í stáss stofunni, átti ekki von á honum í heimsókn en svona meistarar eru ávallt með stað fyrir hattinn sinn í hjarta mínu.
Brátt ilmar húsið af "dauðu feitlæruðu unglambi" sá ilmur er góður og Guð blessi sálu litlu skepnunnar er vér berum okkur til munns innan skamms. Hugsanir mínar fara á yfirsnúning, hver veit með framtíðina. Er hún þarna, stígum við hana saman eða hverfum við á braut ......
Dauðinn er mér ofarlega, hugsa um brottförina, aðskilnaðinn og það sem verður. Verum góð við hvert annað, segjum ég elska í stað þess að vefja orðahnyttingum og kasta út í lofthjúpið er meiða hvern sem þau hitta.
Í dag er dagur til að elska og ég elska þig sannarlega
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Og ég elska þig
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2011 kl. 19:10
Fallegar hugsanir og mér þykir svo væt um þig
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2011 kl. 15:56
Takk sömuleiðis, þið eruð sko uppáhalds bloggvinkonur mínar. Reyndar eru nokkrar til viðbótar en engin eins og þið
www.zordis.com, 17.1.2011 kl. 21:33
Lovjútú -þó svo ég detti í afgangsflokk
Elín Pelín (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 00:19
Elín Pelín, þú ert í ástarflokknum! Við getum meir að segja farið í framboð með alla þessa ást
www.zordis.com, 18.1.2011 kl. 12:53
Já, það er góð hugmynd sætan mín - Þú veist nú samt vonandi ég var að grínast með afgangsflokkinn.... er svo mikill grínari í mér
Ætla að puðra smá ástardufti með vindinum til þín
Elín Pelín (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 19:49
Já, grínari af guðs náð og smá púki á öxlinni og hinum megin er svo engillinn.
Kyss og knús með næturgolunni
www.zordis.com, 19.1.2011 kl. 01:30
Allt svo fallegt er frá þér kemur - enda falleg inside -out!
lofjú :*
antonia (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.