Á markaðnum

Á markaðnum
Rótarávextir
 
Við hjónin skruppum á útimarkaðinn síðastl. miðvikudag.  Ég hef mjög gaman að því að skoða grænmetið og ávextina og finna lífið í sölumönnum "dauðans".  Ósjaldan að konan kemur heim með einhvern óþarfa  sem er allt önnur ella.
 
Úr rótarávextinum má búa hin bestu soð tala nú ekki um ef eitt stk. laukur fylgir með í pottinn.
 
Í hádeginu eldaði ég þvílíkt yndislegan rétt sem ég verð að leyfa ykkur að prófa ...  Algjörlega nammigott!!!
 
1/2dl ólífuolía
1dl tómatur úr dós
1/2 ltr vatn
1 hvítlauksrif saxað
1 meðalstór laukur saxaður
...1/2 tsk kúmen
1/2 tsk karrý
1 hnefi spínat
100-200gr kjúklingabaunir
1 - 2 tsk soya (ketjap manis)
3 myntulauf
salt (hér verður hver að ráða eftir eigin behag)

Aðferð; olian hituð í potti og hvítlaukur og laukur gylltur og saltað, tómatnum bætt við og hrært varlega í með trésleif (mjög mikilvægt :-). Vatninu bætt út í og látið sjóða á vægum hita. Svo er restinni af hráefninu bætt út í og látið sjóða á sama væga hitanum. VOILA ....
 
Garbanzos en salsa
Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt.
 
Olífur með litlum gúrkum
Olífur og gúrkur er himnesk blanda.
 
Megintilgangur göngutúrsins var að ná í herramanninn i skólann en hann fær að ráða hvort hann komi heim í mat eða borði í mötuneyti skólans.   Hann velur góðu dagana í mötuneytinu og þennan miðvikudag þótti honum matsetðill dagsins spennandi.  
 
Þegar við gengum hjá stand olífusalans þá bað sonurinn um bland í poka.  Hann valdi sér þessar olífur en úrvalið er glæsilegt.  Það má finna súrsuð þistilhjörtu, skarlottulauk og grænmetis pikkles.  Allskonar gott er bráðnar í munni.
 
Heil og dásamleg vika framundan með næg verkefni til að leysa.  Fara í skólann og sjá lýsingu á náminu sem ég er að fara í, vinna í heimasíðunni minni þegar ég verð komin með upplýsingar um virknina, halda áfram með nokkur verk á spænskum þakflísum.  Já, fullt af allskonar framundan.
 
Svona er nú gaman að vera ég W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sé svo eftir öllum þeim árum sem ég borðaði ekki ólívur

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2011 kl. 21:31

2 identicon

mmmm langar í súpu....

Elín Björk (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn, þú sérð ekki eftir þeim ólifuðu árum sem þú borðar ólívur (f) = ( not a life ) ...  Og ég mæli með 2x skammti miðað við aldur þar til yfir tekur ...

Elín, þú verður að prófa þessa því hún er þvílíkt góð, þetta er sko miklu meira en súpa = máltíð sopin úr skeið !!!!

www.zordis.com, 26.1.2011 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband