27.1.2011 | 15:20
Hráefni hugans.
Blóðkornin rífa sig laus og fara eins og þrumuský eftir göngustíg hjartans, konan er rjóð í kinnum, les orðabók. Það er kallt úti sem fær hjartað til að slá örar og hugann til að taka flug.
Í báða fætur styrk, stendur hún storminn og veit að þá er kærleikurinn hjartanu beztur Svona er lífið, í öllum regnbogans litum rétt eins og vinirnir er varpa fallegum skuggum og ljósbrotum í fangið. Svo getum við tekist hönd í hönd og farið saman að upphafinu, séð rótina og lagt okkur hana til munns.
Í kvöld ætla ég að elda regnbogasúpu með dassi af bleiku glimmeri, 1 dl af kærleik og strái svo vinskap þínum saman við og ég mun seðjast fyir lífið, gef þér með mér. Það er þessi tilfinning sem nærir svo vel.
Það er einhver ólýsandi forvitnií mér, ég stíg sporin í áttina, langar að vita meira, fæ mér bara kaffidreitil og hugleiði það að hvolfa bollanum. Drekk kaffið með mikilli ást og hugsa jákvæðar hugsanir, set ljúfa tóna á geislann, er einbeitt.
Kanski talar bollinn við mig og segir mér sögur, kanski. Ég er viss um að allar þessar ljúfu og góðu hugsanir sem myndast eru til góðs, ef ekki fyrir mig þá hugsanlega fyrir þig. Það er bara þannig.
Klukkan tifar áfram og við erum ekki hálfnuð að regnboganum, ég held fast í hönd þína og nærvera þín gefur mér kraft. Það er gott að eiga vin.
Elskan dregur elsku að sér.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Athugasemdir
Falleg og listræn færsla - og ekki skemmir listaverkið fyrir. Takk fyrir mig ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.1.2011 kl. 22:48
Svo mikill penni og gaman að lesa allt frá þér elsku Zordís mín jáá ELSKA dregur ELSKU að sér
antonia (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 23:33
Orðatiltækið kenndi mér góð og falleg vinkona og ávallt þegar ég hugsa um hana koma fallegar hugsanir í hjartað mitt. Elskan dregur elsku að sér! Svo suðrænt og seiðandi eins og konan sjálf!
Takk stelpur, þið eruð æði
www.zordis.com, 28.1.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.