8.2.2011 | 08:04
Knúsa þig ....
... Svona nývöknuð horfi ég heilluð í ljósaskiptin, sé bregða fyrir allskyns skuggum og ímynduðum verum. Ég sit með kaffið mitt og nýt ylsins og ilmsins í morgninum. Úti er dagurinn að ryðja sér rúms og það er eitthvað svo dulúðlegt við þessa baráttu.
Á örskömmum tíma hefur nóttin aðlagagst degi, nýjar reglur er gilda. Lífið tifar, tekur á móti þér. Er tilbúið að taka við þér og leiða þig í daginn. Tækifærin, gullslegin og töfrum lituð svífa hjá, hvert og eitt ætluð þér Ég er tilbúin og ætla að grípa mitt tækifæri, alveg kominn tími á að Duggan breyti för, lygni augum í leit að nýjum mar.
Dulúð birtunnar er endalaus fegurð.
Á örfáum mínútum er dagur kominn, þys mannfólksins er komið á fulla ferð. Búið að vera á fullu frá því ég lagði aftur augun. Á meðan konan hvíldi sig og hlóð lífsgildið þá var þys lífs hinna sem stóðu vaktina. Ég er mætt á vaktina og mín bíða spennandi ævintýri. Þú veist, hversdagsævintýrin!
Í hinum sama koma þau, tækifærin dulbúin. Hvísla í vit þér, gera allt til að hlust þín nái orðum er fljúga við hjartastöðina. Tik, tak, tik, tak .......
Konan og Maríuerlurnar
Í dag ætla ég að leggja fræ í jörð, varðveita og hlúa vel. Ég mun sjá þig vaxa og aðlagast umhverfinu. Ég ætla að vaxa í dag og aðlaga mig að hjartans þrá, lyfta hug á hærra svið og finna farveginn. Ég er þess verðug og sé hið góða streyma til mín. Það er gott að eiga góða að, gefa kærleik og þiggja hann beint í hjartað. Án þín væri lífið dapurt, tómt, ekkert. Með þér myndum við hin fullkomna píramída, þríhyrning tákn eilífðar
Það þarf svo lítið til að gleðja, vekja veika von og gefa henni flug. Held ég fái mér annan kaffi, líti í spegilinn og heilsi uppá konuna sem er búin að vera vakandi svo lengi. Já, hún er bara glimmer fín þessi kona.
Knús í daginn þinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hef ég sagt þér nýlega hvað þú ert frábær
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2011 kl. 14:46
Takk elsku krúsin mín og sömuleiðis! Hér er það eftirmiðdagste með myntu (hjarta)
www.zordis.com, 8.2.2011 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.