Heil helgi framundan og bara næsý pæsý fílingur ....

Fyrir ykkur sem lásu fyrri skrif þá biðst ég afsökunar á þessari umfjöllun minni.  Veit bara ekki hvaða 5 ára fílingur rann um geðhverfuna mína.

Ég er full tilhlökkunar að takast a við heila helgi.  Njóta hennar með Fjallinu og börnunum hans (ekki mín)  "Still a Virgin"  Whistling  .....  Næstum því sko!  Líður oft eins og glæsikvendinu Madonnu, hún er nú alveg meiriháttar stelpan og ég hefði kanski átt að segja "like a Virgin"  Já sennilega var það þannig sem það átti að vera!

Góð tilfinning eftir annasama vinnuviku.  Búin að hvolfa óhemju af kaffi í mig í dag og nærandi herbalæf.  Ég fer nú að verða bara allt of grönn, grönn, grönn, grönn ..... sorry, segi nú bara svona!

Ef ég er hreinskilin og heiðarleg gagnvart alheimi þá er ástandið kanski ekki orðið "omvent" með holdið og lítið við því að gera annað en að lifa heilbrigðu líferni.  Borða hóflega, hreifa sig passlega og elska ógurlega mikið.  Þegar maður hefur allt lífið til að tæta af sér 15 kg þá getur maður ekki verið með "sorry sight" (sára sýn) á lífið.  

 Bara svo þið vitið það kæru bloggvinir að þegar ég verð 53 ára þá verð ég nákvæmlega eins í vextinum og Bo Derek ............  Ekki Bo Hall heldur Derek.

Fallegustu konur Íslands eru fjöldamargar og fegurð í sjálfu sér afstæð með einsdæmum.  Þegar ég les blogg ykkar sumra þá skynja ég ótrúlega fegurð frá mörgum og ég hef gefið mér í hugarlund hversu frábær þið eruð!  Ég er bara þakklát fyrir alla þessa fegurð og fallegu hugsanir sem komast á blað.  Það er líka spennandi að lesa jákvæða og gleðilega atburði þótt markaðsetning og kannanir segja að neikvæðu málin selji.  

 

Rósir fyrir þig

 

 Þessar rósir eru frá Madrid og þær eru fyrir þig

Forgangsröðin er mismunandi hjá fólki en höfum að leiðarljósi að það sem við viljum að aðrir gjöri oss það skulum við þeim gjöra.  Það mikilvægasta í lífi okkar er án efa staðfestan sem við getum kallað Guð, Fjölskyldan, vinirnir og fegurðin sem umlykur okkur.  

Ég hlakka til, veit enn ekki til hvers en það kurlar í mér Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

rósir handa mér vá bjargar helginni.....góða helgi annars...

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Elín Björk

Ástarþakkir fyrir rósirnar, þær sóma sér vel á stofuborðinu mínu

Missti af þér áðan, svo ég sendi þér í staðin knús núna  -júnó þú ert laaang flottust!

*Annað knús*

Elín Björk, 2.2.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

mmmmmm..ég ELSKA rauðan rósailm.

Sýni hér með takklæti fyrir þínar góðu gjörðir. Og eigðu bara dásemdar helgi með þínum öllum..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.2.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessar rósir munu prýða himnaríki mjög, takkkkk! Yndisleg færsla að vanda

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Takk fyrir rósirnar beibíkeikog upplífgandi blogg.og síðasta blogg bara svona findið eins og þér einni er lagið

Solla Guðjóns, 3.2.2007 kl. 08:41

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég vona að þú meinir eins og Bo var ekki eins og hún verður þegar þú verður ...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 19:14

7 Smámynd: www.zordis.com

Hulda, rétt að huga að hvað maður vill í raun og veru!  Hvernig skildi Bo vera þegar ég verð heldri. 

www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband